Innlent

Lögreglan í Reykjavík með málið

Ríkissaksóknari hefur falið embætti lögreglustjórans í Reykjavík að rannsaka tildrög þess að þrjátíu og þriggja ára karlmaður lést í Keflavík síðdegis í gær eftir snörp átök við lögregluþjóna. Maðurinn var sonur manns sem handtekinn var í bænum í gærdag í annarlegu ástandi. Hinn látni, sem einnig var í annarlegu ástandi að sögn Keflavíkurlögreglu, lenti í átökum við lögregluþjóna þegar þeir höfðu afskipti af honum á heimili hans. Eftir að lögreglu tókst að handjárna manninn varð hann skyndilega mjög veikur og missti meðvitund. Lögreglan kallaði þegar á sjúkrabíl og hóf lífgunartilraunir. Þær báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×