Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild 10. september 2004 00:01 "Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
"Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira