Innlent

Settu óvænt í risasíld

Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson setti óvænt í risastóra síld á Halamiðum í gær og bíða Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri og hans menn nú eftir að lokið verði við að fullvinna aflann svo hægt verði að halda veislunni áfram. Guðmundur segir þetta vera 360-410 gramma síld sem er með því stærsta sem veiðist. Hún er hins vegar 38-40 sm löng og því nokkuð létt miðað við lengdina. Síldin er íslensk að sögn skipstjórans og verður úrvalsvara eftir flökun og frystingu. Aðspurður hvort fleiri skip séu komin á miðin segir Guðmundur svo ekki vera. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðmunds úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×