Fleiri fréttir

Nýtt hlutverk hvalbátanna

Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn gætu nýst í hvalskoðun. Það er ein hugmynda Sigurbjargar Árnadóttur og Steins Malkenes. Þau unnu skýrslu um strandmenningu sem grunn fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni fyrir Húsafriðunarnefnd og samgönguráðuneytið.

Sægreifar Evrópu fjölmenntu

Mikið fjölmenni var á ráðstefnu Íslandsbanka um sjávarútveg á Akureyri í gær. Fulltrúar fjölmargra stórra fyrirtækja voru meðal gesta og hlýddu meðal annars á ræðu utanríkisráðherra þar sem hann fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu.

Einkavæðing Símans hafin að nýju

Einkavæðingarnefnd kom saman til fundar í gær til að hefja undirbúning að sölu ríkisins á Landssímanum. Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar segir að þetta hafi verið fyrsti fundur nefndarinnar frá því í byrjun sumars.

Rafeindabúnaði stolið

Brotist var inn í tvö íbúðarhús í Vesturborginni og eitt í Austurborginni í gærkvöldi og í öllum tilvikum stolið stafrænum myndavélum og öðrum dýrum rafeindabúnaði. Í einu tilvikanna var fartölvu líka stolið og hleypur andvirðið á hundruðum þúsunda króna, að mati lögreglu.

Selfluttu áttatíu nemendur

Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli selfluttu yfir áttatíu nemendur úr Rimaskóla yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi, eftir að hópurinn varð innlyksa í átta klukkustundir á milli Hvannár og Steinholtsár.

Bíll franskra ferðamanna á kaf

Tveir franskir ferðamenn komust í hann krappann á Gæsavatnaleið í gær þegar bílaleigubíll þeirra fór á kaf í vatn í miklum vatnavöxtum í svonefndum Tungum, um fimmtán kílómeta austur af Nýjadal.

Ók á þrjá bíla í Vesturbæ

Ölvaður ökumaður ók utan í að minnsta kosti þrjá bíla í Vesturborginni í nótt áður en lögreglan handtók hann fyrir utan heimili hans. Tilkynnt var um eina ákeyrsluna og á vettvangi fannst númeraplata af bíl mannsins, sem dottið hafði af við áreksturinn.

Hnúfubakur aflífaður

Yfirvöld á Grænlandi hafa látið aflífa særðan Hnúfubak, sem til sást fyrir utan Uprenavik nýverið, en hnúfubakar eru al friðaðir. Skotsár var á hvalnum og töldu kunnugir að hann kveldist, svo gripið var til líknardráps. Lögregla leitar nú skyttunnar, sem særði hvalinn. </font />

Landhelgisgæslan fær nýja aðstöðu

Varðskipið Týr flutti nýtt varðskýli Landhelgisgæslunnar frá Njarðvík til Reykjavíkur í dag. Landhelgisgæslan fær nýja hafnaraðstöðu á Faxagarði þar sem varðskýlinu var komið fyrir. Fyrirhugað er að varðskýlið og nýja hafnaraðstaðan verði tekin í notkun um mánaðarmótin september-október næstkomandi.

Vilja föst mörk á þjóðgarðinn

Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér ályktun í dag þar sem þau fagna framkominni tillögu umhverfisráðherra um að fyrsti áfang í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli.

Ný heildarþýðing biblíunnar

Ný heildarþýðing á Biblíunni kemur út eftir tvö ár. Það er heljarinnar verk að þýða Biblíuna úr frummálinu og hafa fjölmargir unnið að því síðustu tvo áratugi. Biblíufélagið hefur séð um útgáfu og dreifingu Biblíunnar allt frá árinu 1815.

Biblían færð á nútímamál

Unnið er að nýrri þýðingu Biblíunnar sem kemur út árið 2006. Samið hefur verið við JPV um útgáfu og dreifingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við nýju þýðinguna og segir Gunnar í Krossinum hana menningarsögulegt stórslys. </font /></b />

Ummæli Halldórs brosleg

Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli utanríkisráðherra um Evrópusambandið fyrst og fremst til þess fallin að róa Sjálfstæðismenn. Á meðan utanríkisráðherra líki sjávarútvegsstefnu ESB við nýlendustefnu kaupi Íslendingar þar veiðiheimildir sem aldrei fyrr.

Þjóðhátíð á Austfjörðum

Austfirðingar halda Þjóðhátíð um helgina og fagna þar menningarlegri fjölbreyttni, segir á heimasíðu Austur-héraðs. Rauði Kross Íslands stendur fyrir hátíðinni sem verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 12. september og hefst hún klukkan tvö.

Engin uppsetning sjónvarpssenda

Þeir sem lögðu fé til söfnunar fyrir sjónvarpssendi Skjás eins á Patreksfirði, fá framlag sitt endurgreitt á næstu dögum, að því er segir í Bæjarins besta á Ísafirði. Ekkert verður af uppsetningu sjónvarpssenda stöðvarinnar á Patreksfirði og í Bolungarvík

Mótmæla frestun mislægra gatnamóta

Höfuðborgarsamtökin eru síður en svo ánægð með að endurbótum við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi verið frestað. Þau sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau mótmæla þessu harðlega.

Krafist 5 mánaða fangelsis

Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi vegna fjársvikamáls, segist hafa verið farinn að undirbúa heimför þegar hann var framseldur. Ákæruvaldið krefst þess að Ragnar verði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. 

Greinargerð ráðherra tilbúin

Félagsmálaráðherra sendi nú rétt fyrir fréttir Helgu Jónsdóttur borgarritara greinargerð vegna ráðningar í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Í greinargerðinni er ekki fjallað um hvers vegna Helga fékk ekki starfið, heldur hvers vegna Ragnhildur Arnljótsdóttir var ráðin.

Hitti naglann á höfuðið

Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið.

Heimsókn konungshjónanna lokið

Opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar lauk í dag, en seint verður sagt að veðrið hafi leikið við þau. Sólin braust fram úr skýjunum í dag þegar þau fóru norður í land og fengu konunglegar móttökur hjá stórum sem smáum. Hinir tignu gestir verða hér á landi í einkaheimsókn á morgun og halda svo af landi brott á laugardag.

Fyrsta fjalldrottningin komin

Fyrsta fjalldrottningin, sem stjórnað hefur leitum á hálendi Íslands, kom til byggða í dag eftir níu daga smalamennsku á fjöllum. Smalamenn Gnúpverja héldu upp á fjöll fyrir 9 dögum og fóru lengst upp í Arnarfell upp undir Hofsjökli ofan við Þjórsárver. Í dag komu þeir niður í Þjórsárdal með safnið, alls um 2.500 fjár. </font />

Heklugos í vændum?

Breytinga hefur orðið vart á lækjum og vötnum í grennd við Heklu í sumar. Þannig hefur lækur við bæinn Selsund þornað upp. Það gerðist einnig í aðdraganda síðustu Heklugosa. Mælar jarðvísindamanna sýna að kvikuþrýstingur undir Heklu er kominn upp undir það sem var fyrir síðasta gos fyrir fjórum árum.

Lásasmiður hjálpar til við innbrot

Í kjölfar frétta af innbrotsþjófum sem fengu lásasmiði til að opna heimili um mitt sumar hefur DV sannreynt hvort slíkt sé mögulegt. Blaðið hringdi í lásasmið af handahófi og bað hann að opna yfirgefið heimili undir fölskum forsendum.<b><font face="Helv" color="#008080"></font></b>

Biblían góð viðskipti

Biskup Íslands er sannfærður um að ný þýðing Biblíunnar verði „bestseller“ Hún verður gefin út eftir tvö ár og leysir hundrað ára gamla þýðingu af hólmi.

Framkoma formannsins ógeðfelld

Varaformaður fjárlaganefndar segir framkomu formanns Öryrkjabandalagsins ógeðfellda og að ríkisstjórnin hafi efnt að fullu samkomulag sitt við það. Formaður Öryrkjabandalagsins segir svo ekki vera og ætlar að stefna ríkisstjórninni fyrir dómstóla verði ekki staðið við samkomulagið í haust.

Rökke á uppleið

Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, segir gæfhjólið hafa snúist sér í hag á síðustu mánuðum. Fyrir ári héngu fyrirtæki hans á bláþræði, en í gær var fyrirtækjasamstæða hans skráð í norsku kauphöllinni. Lífsstíll Kjell Inge Rökke hefur löngum vakið mikla athygli, enda hefur hann lifað í vellystingum um langt árabil og ekki farið dult með það. Hann kom til Akureyrar í gær á einkaþotu sinni til að halda erindi á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka.</font />

Vilja flýta landsfundi

Áhugi er fyrir því innan Samfylkingarinnar að flýta landsfundi flokksins sem á að fara fram næsta haust. </font />

Óljósar kröfur útvegsmanna

Sjómenn segja erfitt að semja um kjör þegar útvegsmenn viti ekki hvað kröfur þeirra kosti. Útvegsmenn segja tölurnar reiknaðar út frá forsendum um framtíðarþróun sjávarútvegs.</b />

Breytinga fyrst vart á Íslandi

Áhrif mannsins á loftslagsbreytingar eru augljósar og þeirra breytinga verður einna fyrst vart á Íslandi, samkvæmt fremstu vísindamönnum heims á þessu sviði.

Hundrað milljónir á dag í útgjöld

Útgjöld ríkisins vegna almannatrygginga eru nú 100 milljónir á dag og hafa tvöfaldast á síðustu sjö árum. Útgjöld vegna örorkubóta hafa hækkað mest en öryrkjum hefur fjölgað um helming á tímabilinu. Vikulega bætast 10 nýir öryrkjar í hóp bótaþega. </font /></b />

Fjórtán misst félagslegar íbúðir

Fjórtán leigjendum félagslegra íbúða Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp leigusamningi á árinu og gert að flytja vegna brota á reglum Félagsbústaða. Fjórir þeirra hafa verið bornir út með lögregluvaldi samkvæmt Sigurði Friðrikssyni framkvæmdastjóra Félagsbústaða.</< /> >

Lokuð geðdeild verður á Kleppi

Lokuð geðdeild fyrir einstaklinga sem taldir eru hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu verður staðsett á Kleppsspítala, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Tuttugu einstaklingar eru sagðir falla undir þessa skilgreiningu, en þeir hafa verið inn og út af geðdeildum.

Flóðahætta á sunnanverðu landinu

Loftslag á jörðinni hlýnar hratt og mest af hlýnuninni má rekja til áhrifa mannkyns. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og sendiráð Svíþjóðar héldu í gær um loftslagsbreytingar. Nokkrir erlendir vísindamenn fluttu erindi um rannsóknir á breytingum á hitastigi í heiminum, orsökum og afleiðingum.

Konungleg veisla í Perlunni

Rúmlega 200 fyrirmenni úr opinbera geiranum og almenna atvinnulífinu sóttu hátíðarkvöldverð forseta Íslands í perlunni í gærkvöld til heiðurs Karli Gústaf, Svíakonungi, Sylvíu drottningu hans og Viktoríu krónprinsessu.

Lyfjaræningi í gæsluvarðhald

Maðurinn, sem var handtekinn vegna lyfjaráns úr Hringbrautarapóteki á laugardagskvöldið, vopnaður loft-skambyssu, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. október. Málið liggur nokkuð ljóst fyrir og býst lögreglan við að ljúka rannsókninni og gefa út ákæru, áður en gæsluvarðhaldið rennur út. Ekki hefur verið gefið upp hversu miklu hann rændi.

Ógnaði barþjóni með úðabrúsa

Ölvaður maður ógnaði barþjóni á veitingastað í austurborginni í gærkvöldi með úðabrúsa, og krafðist peninga. Gestur á staðnum og þjónninn yfirbuguðu manninn og kölluðu á lögreglu, sem sótti hann og vistaði í fangageymslu. Ekki liggur enn fyrir hvaða efni var í úðabrúsanum, en það verður efnagreint nánar í dag.

Brotist inn í íbúð við Vatnsstíg

Brotist var inn í íbúð við Vatnsstíg snemma í gærkvöldi og þaðan meðal annars stolið fartölvu, tveimur stafrænum myndavélum og farsíma. Andvirði þýfisins er nálægt hálfri milljón króna og er þjófurinn ófundinn.

Þörf á annarri samsteypu

Bandarískum fjölmiðlahagfræðingi reiknast til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé veruleg og meiri en í öðrum löndum. Leysa mætti vandann með annarri fjölmiðlasamsteypu á borð við Norðurljós. </font /></b />

Rauði krossinn opnar söfnunarsíma

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 907 2020 til stuðnings hjálparstarfi í Beslan í Rússlandi. Með því að hringja í númerið færast 1.000 krónur á símreikninginn. Féð verður notað til að styðja þá sem lentu í gíslatökunni í Beslan og aðstandendur þeirra, meðal annars með sálrænum stuðningi, sjúkraþjálfun og heimahlynningu.

Greiningarstöð bætir aðstöðu

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur tekið í notkun nýtt húsnæði við Digranesveg í Kópavogi, fyrir starfsemi fagsviðs þroskahamlana. Auk þess hefur verið bætt við aðstöðu fagsviðs einhverfu og málhamlana.

Konungshjónin á Þingvöllum

Sænsku konungshjónin og fylgdarlið, ásamt íslensku forsetahjónunum, hófu daginn með heimsókn í myndver Latabæjar í Garðabæ en þaðan var haldið til Nesjavalla þar sem orkuverið var skoðað.

Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla

Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs.

Komu veikum skipverja til hjálpar

Stýrimenn varðskipsins Týs kom veikum skipverja um borð í togbátnum Siglunesi SH til hjálpar í gærkvöldi en skipstjóri skipsins hafði óskað eftir aðstoð vegna þess að skipverjinn missti meðvitund af og til. Skipin voru þá stödd á Breiðafirði.

Sjá næstu 50 fréttir