Fleiri fréttir

Betra að taka skipin frá Svalbarða

Friðrik Arngrímsson, formaður LÍÚ, segir að ástæðulaust hafi verið að halda skipum á Svalbarðasvæðinu í gær og láta nema þau á brott, úr því að íslensk stjórnvöld ákváðu að fara með málið fyrir dómstóla ef samningar næðust ekki.

Skilur ekki aðferðafræðina

Hjálmar Árnason, þinflokksformaður Framsóknarflokksins skilur ekki hvers vegna hópur framsóknarkvenna kemur skilaboðum sínum á framfæri á síðum dagblaða, fremur en að óska eftir fundi með tiltölulega fámennum þingflokki.

Mörg hundruð fá ekki skólavist

Mörg hundruð nemendur fá ekki vist í framhaldsskólum landsins í haust. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla segir ástandið grafalvarlegt og vill að framhaldsskólar séu opnir jafnt nýnemum sem eldri nemum.

Stórstjörnur í Leifsstöð

Íslenskir ferðalangar í Leifsstöð skildu ekkert í látunum þegar ljósmyndarar stukku að tveimur farþegum í tollinum. Í ljós kom að þar voru á ferð Hollywood-stjörnur sem komnar eru hingað til lands til að leika í nýrri mynd Baltasars Kormáks. 

Menningarnæturkort

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardaginn næstkomandi og hefur dagskráin sjaldan verið viðameiri en nú. Hátíðahöldin hefjast klukkan 11 um morguninn og líkur með flugeldasýningu á Hafnarbakkanum klukkan ellefu um kvöldið.Reykjavíkurmaraþon er haldið á sama degi.

Tvær íslenskar kvikmyndir á hátíð

Tvær íslenskar kvikmyndir taka þátt í kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem hefst 18. ágúst og er ein af virtari kvikmyndahátíðum heims. Myndirnar sem um ræðir eru heimildarmyndin, Love is in the Air, í leikstjórn Ragnars Bragasonar og stuttmyndin, Síðasti bærinn, sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir.

Þrír á spítala eftir árekstur

Harður árekstur varð á Akureyri fyrr í dag, þegar flutningabíll á leið vestur eftir Strandgötu lenti á fólksbíl, sem var á leið norður eftir Glerárgötu. Þrír voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. </font /></font />

Ítalirnir mættir

Landslið Ítalíu er komið til Íslands en það leikur við íslenska liðið á Laugardalsvelli annað kvöld.

Skútur sænska hersins í höfninni

Tvær skútur sænska hersins liggja um þessar mundir í Reykjavíkurhöfn. Skúturnar eru æfingaskip sænska herflotans og eru það nýnemar flotans sem sigla skipunum og eru slíkar heimsóknir liður í hefðbundnum æfingum í siglingatækni.

Taka undir áskorun í auglýsingu

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna tekur undir áskorun 40 kvenna sem auglýstu í Fréttablaðinu í morgun og kröfðust þess að konum í ríkisstjórn yrði ekki fækkað þegar ráðherralið Framsóknar breytist þann 15. september næstkomandi.

Sala dagvöru eykst

Sala á dagvöru var 6,9 prósentustigum hærri á föstu verðlagi í júlí í ár en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka Verslunar og þjónustu og IMG-Gallups. Smásala áfengis jókst um heil 17% og sala lyfjaverslana um 6,2% í júlímánuði á milli ára.

Nýr forstjóri LSH

Jóhannes M. Gunnarsson, skurðlæknir hefur verið settur forstjóri Landsspítala Háskólasjúkrahúss frá 1. september, en þá hefst 8 mánaða námsleyfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH.

36 milljónir til Íraks

Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði 36 milljóna íslenskra króna í fjölþjóðlegan sjóð sem fjármagnar verkefni vegna enduruppbyggingar í Írak.

Hýsa mikið magn ólöglegra skráa

Full ástæða er til að telja að hérlend fyrirtæki og stofnanir hýsi mikið magn ólöglegra kvikmynda- og tónlistarskráa, að sögn Hallgríms Kristinssonar, framkvæmdastjóra Samtaka myndrétthafa á Íslandi.

Scheving hlýtur lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra afhenti verðlaunin nú síðdegis á Egilsstöðum á fundi heilbrigðis-og félagsmálaráðherra Norðurlanda.

Hver að verða síðastur í berjamó

Mikið er um aðalbláber, en lítið um bláber og krækiber. Mikill þurrkur kann að spila inn í sprettu, sem þó varð snemma mikil í ár. Birkifeti herjar á berjalyng og skilur eftir sig heilu breiðurnar af skorpnu lyngi.

Framkvæmdaleyfi tekið fyrir

Framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 verður tekið fyrir á fundi umhverfisráðs Austur-Héraðs á Egilsstöðum í dag. Kallað var eftir viðbótarupplýsingum frá Landsvirkjun vegna máls bóndans á Eyrarteigi í Skriðdal sem telur íbúðarhús sitt verðlaust vegna nálægðar við línustæðið.

Vindmylla sem stingur í augu

Tvítug vindmylla grotnar niður í Grímsey. Sumum er hún þyrnir í augum, meðan aðrir líta á hana sem minnisvarða. Myllan er gömul tilraun Raunvísindastofnunar til að hita vatn með vindorku. Óljóst virðist hver ber ábyrgð á mannvirkinu.

Gamla landssímahúsið rifið

Stórvirkar vinnuvélar jafna nú gamla Landssímahúsið, við jörðu. Húsið sem var byggt árið 1942 og stendur við Sölvhólsgötu 11 í Reykjavík, hýsti Landssímann lengst af. Síðustu ár hafa Þjóðleikhúsið, Listaháskólinn og Lögreglan haft það til afnota.

Njála á tölvutæku formi

Nýrri útgáfu Brennu Njálssögu er ætlað að glæða áhuga ungs fólks á þessari vinsælustu sögu Íslendingasagnanna. Í henni sameinast bók, bíó og kennsluforrit. Þessari nýju útgáfu Brennu Njálssögu fylgir geisladiskur fyrir tölvur.

Útför fyrrverandi lögreglustjóra

Útför Sigurjóns Sigurðssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð og fóru fyrir líkfylgd. Sigurjón var lögreglustjóri í Reykjavík í 38 ár, frá 1947 til ársloka 1985.

Hagsmunir Íslendinga miklir

Sjávarútvegsráðherra segir hagsmuni Íslendinga vegna síldveiða á Svalbarðasvæðinu skipta milljörðum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að hefja undirbúning að því að vísa deilunni við Norðmenn til Alþjóðadómstólsins í Haag.

Kárahnjúkasvæðið milljarða virði

Landið sem fer undir Kárahnjúkavirkjun er að minnsta kosti tveggja milljarða króna virði. Þetta er niðurstaða þýsks hagfræðidoktors sem rannsakað hefur málið. Náttúruverndarsamtök hafa dregið í efa arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og bent á að tekjur mætti hafa af ferðaþjónustu á þeim fallegu stöðum sem hverfa undir vatn

Vill ekki tjá sig um uppsagnir

Eimskipafélagið hefur eignast Skipafélag Færeyja. Viðskiptin eru metin á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri Eimskipa segir mikil samlegðaráhrif og hagræðingu fylgja samruna fyrirtækjanna, en vill ekki tjá sig um uppsagnir á næstunni.

Mennirnir aldrei komið við sögu

Lögreglan í Reykjavík lagði hald á mikið af vopnum, skotfærum og bareflum, við húsleit í íbúð í austurhluta Reykjavíkur í nótt. Þrír menn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins, en athygli vekur að enginn þeirra hefur áður komið við sögu lögreglu.

Breyttar áherslur í Evrópumálum

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði áfram skoðuð með opnum huga. Hann segir að forsætisráðuneytið hafi ávallt frumkvæði í stórum málum. Áherslumunur formanna Sjálfstæðistæðisflokks og Framsóknarflokks í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki farið leynt.

Meirihluti vill að Siv hætti

Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins.

Vilja semja við umdeildan verktaka

"Ég veit ekki til þess að Impregilo eða þessir verktakar hafi tilskyld leyfi til að reka sjúkrabifreiðar," segir Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo á nú í viðræðum við íslenskt verktakafyrirtæki um að taka að sér allan akstur og eftirlit með sjúkrabifreiðum á Kárahnjúkum.

Hægir verulega á útgjaldaaukningu

Rekstrarkostnaður embættis Ríkislögreglustjóra var rúmar 710 milljónir í fyrra og jókst um 19 milljónir frá árinu áður. Verulega dró úr útgjaldaaukningu embættisins eftir samfellda útþenslu frá árinu 1998.

Skiptimynt í fíkniefnaviðskiptum

Lögreglan í Hafnarfirði hugðist fara fram á húsleit í sama húsi og lögreglan í Reykjavík fann fjölda vopna og skotfæra í fyrrinótt. Vopnin voru þýfi sem notuð höfðu verið í fíkniefnaviðskiptum. </font /></b />

Sýslumaður útilokar ekki ábyrgð

Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, segist ekki útiloka að á embættið geti fallið verulegar ábyrgðir vegna veðsetninga á óðalsjörðinni Brautarholti á Kjalarnesi. Hann stöðvaði uppboð meðan málið er kannað.

Stefnir í harða milliríkjadeilu

"Það var einróma fallist á tillögu utanríkisráðherra að undirbúa málsókn á hendur Norðmönnum," segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra eftir stjórnarráðsfund í gær. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru einhuga um að grípa til aðgerða gegn Norðmönnum vegna Svalbarða enda þykir lagalegur grundvöllur þeirra til svæðisins afar hæpinn.

Vantaði alla kvenráðherra

"Það er algjör tilviljun að hér vantaði nokkra ráðherra í dag," sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í gær. Aðeins sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru þar saman komnir og í hópinn vantaði alla kvenráðherra þjóðarinnar.

Samningar um vatnsvernd

Samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og eigenda hluta hverasvæðisins í Haukadal snúast fyrst og fremst um að tryggja vatnsvernd fyrir Geysi og raunar á svæðinu öllu.

Farþegamet hjá Flugleiðum

Flugleiðir hafa aldrei flutt jafn marga farþega í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Farþegar Flugleiða voru 183 þúsund í mánuðinum.

Kögun með kjölfestu í Opnum kerfum

Hugbúnaðarfyrirtækið Kögun hefur keypt ríflega þriðjungs hlut í Opnum kerfum Group. Seljendur eru Straumur fjárfestingarbanki, sem átti 27 prósent í Opnum kerfum, og Lífeyrissjóður sjómanna. Straumur er stærsti eigandi Kögunar. Gengið í viðskiptunum var 26,5.

Atorka og Afl sameinast

Fjárfestingarfélagið Atorka tryggði sér í gær yfir helming atkvæða í Afli fjárfestingarfélagi. Sterk eignatengsl hafa verið milli félaganna og segir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Atorku, að sameiningin hafi verið rökrétt miðað við þróun mála.

Nefndin hefur frjálsar hendur

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að nefnd sem skoðar umhverfi íslensks viðskiptalífs hafi frjálsar hendur í starfi sínu og henni séu ekki lagðar neinar línur.

Latibær fær lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlaut í gær Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2004 og afhenti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum.

Konan heil á húfi

Kona sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir um tíuleytið í gærkvöldi er komin fram. Hún reyndist vera heil á húfi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gaf konan sig fram stuttu eftir að lýst var eftir henni.

Björn ræddi fjölmiðla á Hólahátíð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, gerði fjölmiðla að umtalsefni sínu á Hólahátíð í gær, þar sem hann hélt ræðu í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björn sagði fjölmiðla draga stjórnmálamenn í dilka eftir því hvað þjónaði hagsmunum þeirra.

Náttúrufræðibrautin vinsælli

"Náttúrufræðibrautin er vinsælli í haust en hún hefur verið undanfarið," segir Stefán Andrésson, áfangastjóri í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Rúmlega tvö hundruð nýnemar hefja í haust nám við skólann.

Geðrækt hlýtur viðurkenningu

Verkefnið Geðrækt hlaut 11. ágúst síðastliðinn sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndar-verkefni á sviði geðræktar.

Eftirlit með fæðingarorlofi

Skattayfirvöld hafa eftirlit með því frá næstu áramótum að foreldrar vinni ekki í fæðingarorlofi sínu. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn fylgjast vel með þeim sem eru í fæðingarorlofi.

Ávinningur að skrá ekki sambúð

Ávinningur fyrir par með þrjú börn af því að skrá sig ekki í sambúð gæti numið tæplega einni milljón króna á ári. Ásta Kristjánsdóttir, hjá Ríkisskattstjóra, skrifar um skattlagningu sambúðarfólks í Tíund, sem er fréttablað Skattstjórans.

Sjá næstu 50 fréttir