Samningar um vatnsvernd 13. október 2005 14:32 Samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og eigenda hluta hverasvæðisins í Haukadal snúast fyrst og fremst um að tryggja vatnsvernd fyrir Geysi og raunar á svæðinu öllu. Fulltrúar ríkisins leggja á það áherslu að ekki verði tekið heitt vatn af hverasvæðinu í framtíðinni. Þeir eigendur lands á hverasvæðinu sem eru í nábýli við það hafa tekið heitt yfirborðsvatn af því til heimanotkunar. "Við erum fyrst og fremst að ræða við landeigendur um öflun á heitu vatni fyrir þá, án þess að sú öflun hefði áhrif á gosvirkni Geysis. Aðalmál nefndarinnar er að tryggja gosvirkni Geysis til lengri tíma litið," segir Þórður H. Ólafsson skrifstofustjóri, formaður Geysisnefndar sem skipuð er þremur fulltrúum ríkisins. Aðrir í henni eru Þórhallur Arason og Jón Höskuldsson. Að sögn Þórðar er ljóst að þörfin fyrir heitt vatn mun aukast í framtíðinni. Þar munar mest um þjónustusvæðið við Geysi, sem er í stöðugri uppbyggingu. Verði vatnsmagnið tekið af hverasvæðinu eru taldar allar líkur á því að það muni trufla gosvirknina. Til frekari vatnsöflunar hefur nefndin þegar athugað tvo möguleika. Hinn fyrri var að taka heitt vatn frá veitunni sem er við Efri-Reyki. Sá kostur reyndist of dýr. Hinn kosturinn var að taka það frá Reykholti, það er að segja af Aratungusvæðinu. Hann reyndist einnig óhagkvæmur við nánari athugun. Heitt vatn í Kjarnholtum Nú hefur það gerst, sem hugsanlega getur losað um þá sjálfheldu sem málið hefur verið í, að borun eftir heitu vatni við Kjarnholt, sem er rúmum 2 kílómetrum sunnan við hverasvæðið, skilaði jákvæðri niðurstöðu. Það fannst eftir tilraunaborun sem eigendur jarðarinnar, ásamt Má Sigurðssyni hótelhaldara á Geysi, stóðu fyrir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að vatnstaka þarna muni ekki hafa áhrif á gosvirkni á Geysissvæðinu. Eigendur holunnar og Orkuveita Reykjavíkur ræða nú möguleika á því að hin síðarnefnda taki þátt rekstri holunnar í framtíðinni. "Tæknilega virðist þessi lausn vera að ganga upp," segir Þórður. "En þá á eftir að leysa alla samninga milli eigenda heitavatnsholunnar og Orkuveitunnar, svo og ríkisins við landeigendur um að hætt verði vatnstöku á hverasvæðinu, ásamt fleiri atriðum." Þeir sem eiga hverasvæðið á móts við ríkið eru á annan tug talsins, þannig að ýmsu er að huga í viðamikilli samningagerð eins og þeirri sem um ræðir. Svæðið innan girðingar er tæpir 20 hektarar að stærð og á ríkið um það bil þriðjung af því. Uppi hafa verið vangaveltur um hvernig eignarhaldi á því sé sem best fyrir komið. Ekki hefur verið lögð á það ofuráhersla að ríkið eignist það heldur fyrst og fremst talið æskilegt að eignarhaldið verði einfaldað. Brýn þörf á uppbyggingu Brýn þörf er orðin á uppbyggingu á hverasvæðinu en eigendur hafa ekki verið samhuga um hvernig henni skyldi háttað. Umhverfisstofnun hefur unnið deiliskipulag á því í samráði við þá sem eru með rekstur við Geysi, miðað við það að ríkið eignist allt svæðið. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar, hefur bent á það í viðtali við Fréttablaðið að nýta þurfi minni hveri á svæðinu, því "heilmikil fegurð" sé fólgin í þeim. Uppi séu hugmyndir um að láta frárennsli frá hverunum renna í ákveðnum farvegum. Með því verði hægt að láta byggjast upp kísilskel, sem við núverandi aðstæður sé jafnharðan tröðkuð niður og brotin. Því nái svæðið aldrei að fá þá fallegu heildarmynd, sem gæti ella verið á því. Þórður tekur í sama streng og Árni. Hann segir, að hugmyndir séu um að vatn sem kemur upp úr svæðinu fái að renna um það óhindrað og byggja upp hverahrúður. Göngustígar verði lagðir með tilliti til þess. Merkingar þurfi að vera miklu meiri og gleggri heldur en verið hafi. Þórður leggur áherslu á að málið verði klárað í heild sinni, það er vatnsmálin, áætlun um uppbyggingu, einföldun eignarhalds og önnur atriði sem skýrar línur þurfa að vera um. Nú sé vonandi að nást lausn með heita vatnið og þá geti menn tekið til við að hnýta aðra enda sem hingað til hafa verið lausir. Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og eigenda hluta hverasvæðisins í Haukadal snúast fyrst og fremst um að tryggja vatnsvernd fyrir Geysi og raunar á svæðinu öllu. Fulltrúar ríkisins leggja á það áherslu að ekki verði tekið heitt vatn af hverasvæðinu í framtíðinni. Þeir eigendur lands á hverasvæðinu sem eru í nábýli við það hafa tekið heitt yfirborðsvatn af því til heimanotkunar. "Við erum fyrst og fremst að ræða við landeigendur um öflun á heitu vatni fyrir þá, án þess að sú öflun hefði áhrif á gosvirkni Geysis. Aðalmál nefndarinnar er að tryggja gosvirkni Geysis til lengri tíma litið," segir Þórður H. Ólafsson skrifstofustjóri, formaður Geysisnefndar sem skipuð er þremur fulltrúum ríkisins. Aðrir í henni eru Þórhallur Arason og Jón Höskuldsson. Að sögn Þórðar er ljóst að þörfin fyrir heitt vatn mun aukast í framtíðinni. Þar munar mest um þjónustusvæðið við Geysi, sem er í stöðugri uppbyggingu. Verði vatnsmagnið tekið af hverasvæðinu eru taldar allar líkur á því að það muni trufla gosvirknina. Til frekari vatnsöflunar hefur nefndin þegar athugað tvo möguleika. Hinn fyrri var að taka heitt vatn frá veitunni sem er við Efri-Reyki. Sá kostur reyndist of dýr. Hinn kosturinn var að taka það frá Reykholti, það er að segja af Aratungusvæðinu. Hann reyndist einnig óhagkvæmur við nánari athugun. Heitt vatn í Kjarnholtum Nú hefur það gerst, sem hugsanlega getur losað um þá sjálfheldu sem málið hefur verið í, að borun eftir heitu vatni við Kjarnholt, sem er rúmum 2 kílómetrum sunnan við hverasvæðið, skilaði jákvæðri niðurstöðu. Það fannst eftir tilraunaborun sem eigendur jarðarinnar, ásamt Má Sigurðssyni hótelhaldara á Geysi, stóðu fyrir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að vatnstaka þarna muni ekki hafa áhrif á gosvirkni á Geysissvæðinu. Eigendur holunnar og Orkuveita Reykjavíkur ræða nú möguleika á því að hin síðarnefnda taki þátt rekstri holunnar í framtíðinni. "Tæknilega virðist þessi lausn vera að ganga upp," segir Þórður. "En þá á eftir að leysa alla samninga milli eigenda heitavatnsholunnar og Orkuveitunnar, svo og ríkisins við landeigendur um að hætt verði vatnstöku á hverasvæðinu, ásamt fleiri atriðum." Þeir sem eiga hverasvæðið á móts við ríkið eru á annan tug talsins, þannig að ýmsu er að huga í viðamikilli samningagerð eins og þeirri sem um ræðir. Svæðið innan girðingar er tæpir 20 hektarar að stærð og á ríkið um það bil þriðjung af því. Uppi hafa verið vangaveltur um hvernig eignarhaldi á því sé sem best fyrir komið. Ekki hefur verið lögð á það ofuráhersla að ríkið eignist það heldur fyrst og fremst talið æskilegt að eignarhaldið verði einfaldað. Brýn þörf á uppbyggingu Brýn þörf er orðin á uppbyggingu á hverasvæðinu en eigendur hafa ekki verið samhuga um hvernig henni skyldi háttað. Umhverfisstofnun hefur unnið deiliskipulag á því í samráði við þá sem eru með rekstur við Geysi, miðað við það að ríkið eignist allt svæðið. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar, hefur bent á það í viðtali við Fréttablaðið að nýta þurfi minni hveri á svæðinu, því "heilmikil fegurð" sé fólgin í þeim. Uppi séu hugmyndir um að láta frárennsli frá hverunum renna í ákveðnum farvegum. Með því verði hægt að láta byggjast upp kísilskel, sem við núverandi aðstæður sé jafnharðan tröðkuð niður og brotin. Því nái svæðið aldrei að fá þá fallegu heildarmynd, sem gæti ella verið á því. Þórður tekur í sama streng og Árni. Hann segir, að hugmyndir séu um að vatn sem kemur upp úr svæðinu fái að renna um það óhindrað og byggja upp hverahrúður. Göngustígar verði lagðir með tilliti til þess. Merkingar þurfi að vera miklu meiri og gleggri heldur en verið hafi. Þórður leggur áherslu á að málið verði klárað í heild sinni, það er vatnsmálin, áætlun um uppbyggingu, einföldun eignarhalds og önnur atriði sem skýrar línur þurfa að vera um. Nú sé vonandi að nást lausn með heita vatnið og þá geti menn tekið til við að hnýta aðra enda sem hingað til hafa verið lausir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira