Innlent

Geðrækt hlýtur viðurkenningu

Verkefnið Geðrækt hlaut 11. ágúst síðastliðinn sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndar-verkefni á sviði geðræktar. Geðrækt er samstarfsverkefni Landlæknis-embættisins, geðsviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Verkefninu Geðrækt var hrundið úr vör árið 2000, það hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir ýmisskonar samfélagslegum verkefnum á sviði geðræktar á Íslandi og verið sýnilegt í samfélaginu. Aðstandendur verkefnisins og þeir sem að því hafa komið gera sér vonir um að þessi alþjóðlega viðurkenning á Geðrækt verði til þess að auka áherslu á geðheilbrigðismál á Íslandi enn frekar, auk þess að verða fyrirmynd annarra þjóða. Geðrækt sem hefur að undanförnu haft aðsetur hjá Landlæknisembættinu flytur á næstu vikum til Lýðheilsustöðvar. Héðinn Unnsteinsson, fyrrverandi verkefnisstjóri Geðræktar og upphafsmaður, mun fara til Nýja-Sjálands þann 15. september fyrir hönd verkefnisins og þeirra fjölmörgu sem að því hafa komið og veita viðurkenningunni viðtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×