Fleiri fréttir

Amazing Race á Svartsengi

Nú er verið að taka upp sjöttu seríu hins heimsfræga raunveruleikaþáttar The Amazing Race á Íslandi. Serían verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 25. september næstkomandi. Það var ljósmyndari Víkurfrétta sem komst á snoðir um tökurnar við Svartsengi í gær, en í morgun þustu keppnisliðin í átt til Reykjavíkur, nema eitt lið sem villtist til Reykjanesbæjar.

Tvöföldun Hallsvegar skipulagsslys

Grafarvogsbúar eru margir ósáttir við tvöföldun Hallsvegar og tengingu nýs hverfis við Sundabraut um hann. Þetta þýðir 60 þúsund bíla umferð á sólarhring í gegnum skipulagt hverfi, og er skipulagsslys, segir einn íbúanna.

Málverkastuldur og hundsbit

Síðdegis á sunnudag var lögrelunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot í hús á Kjalarnesi þar sem stolið var fjórum málverkum að verðmæti um 3 milljóna króna. Tvö hundsbit voru tilkynnt um helgina. Á föstudaginn var bréfberi bitinn af hundi í austurborginni og um miðjan laugardag var tilkynnt að hundur hefði bitið barn til blóðs í sama borgarhluta.

Sjö sóttu um stöðu ráðneytisstjóra

Sjö sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út þann 10. ágúst síðastliðinn. Hermann Sæmundsson var settur ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þegar Berglind Ásgeirsdóttir fór í leyfi og hefur starfað sem slíkur í um tvö ár.

Mikill viðbúnaður á Menningarnótt

;Dagskráin sem haldin er undir heitinu Menningarnótt spannar allt að sólarhring, að minnsta kosti hjá lögreglunni," segir Karl Steinar Valsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Gert er ráð fyrir miklum mannfjölda á Menningarnótt og verður umtalsverður viðbúnaður hjá lögreglunni.

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Fjörtíu og fjögurra ára Þjóðverji hefur verið ákærður af sýslumanninum í Hafnarfirði fyrir manndráp af gáleysi og ölvun við akstur þegar hann velti bíl sem hann ók laugardaginn 24. júlí. Einn farþeganna í bílnum lést af völdum áverka sem hann hlaut í bílveltunni.

Sjö vitni að barsmíðunum

Sjö vitni eru að líkamsárás sem var í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst. Sá sem grunaður er um árásina er talinn hafa barið annan mann með hafnarboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega.

Hafnaði uppboðskröfu

"Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði uppboð jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi þar sem jörðin lúti lögum um óðalsjarðir.

Kapphlaupið mikla á Íslandi

Keppendur raunveruleikasjónvarpsþáttarins Amazing Race komu til Íslands um helgina. Keppendurnir gistu á Svartsengi við Bláa lónið. Einn hópur var dæmdur úr leik í fyrrakvöld en hinir ellefu yfirgáfu landið með sömu flugvél laust eftir hádegi í gær.

Þeir teygja sig yfir til okkar

Bæjarstjórinn í Kópavogi segist aldrei hafa verið í vafa um að Vatnsendakrikar væru í landi Kópavogs og telur Gvendarbrunna á gráu svæði. Borgarlögmaður segir Kópavog nema vatn á landi sem Reykjavíkurborg hafi tekið eignarnámi fyrir 55 árum og greitt bætur fyrir.

Ekki aftur til fortíðar

Frekari fundahöld framsóknarkvenna um fyrirhuguð ráðherraskipti innan flokksins eru meðal þess sem rætt verður á fundi framkvæmdastjórnar Landssambands framsóknarkvenna (LFK) í dag.

Má ekki gefa blóð í mánuð

Til að forðast sýkingu vesturnílarveiru hefur Blóðbankinn ákveðið að fólk sem ferðast hefur til Norður-Ameríku á tímabilinu frá 1. júní til 30. nóvember ár hvert gefi ekki blóð fyrr en mánuði eftir heimkomu.

Óttast stökkbreytingu á veirunni

Hjá landlæknisembættinu liggur fyrir viðbúnaðaráætlun vegna fuglaflensu sem geisað hefur í Asíu. Þrír hafa látist í Víetnam á árinu eftir smit úr hænsnafuglum. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir viðbúnaðarstig sem í gildi er hér miða við að ný tegund veiru sé farin að smita menn en smitist ekki enn manna á milli.

Óttast ekki öryggi áhorfenda

Formaður KSÍ segist engar áhyggjur hafa af öryggi gesta á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn, en þá á að slá aðsóknarmet. Íslendingar leika þá vináttulandsleik við Ítali og er búist við að allt að því 20 þúsund manns komi á völllinn.

Kröfur kennara eðlilegar

Laun grunnskólakennara hafa hækkað svipað og jafnvel meira en laun annarra starfshópa á síðustu árum. Þeir fara engu að síður fram á meiri hækkun en um samdist hjá félögum ASÍ í vor og er verkfall grunnskólakennara yfirvofandi í næsta mánuði takist ekki að semja.

Ekki enn boðað til sumarfunda

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa enn ekki verið boðaðir til árlegs sumarfundar, þar sem meginlínur fjárlagagerðar hafa jafnan verið kynntar. Það hefur verið fastur liður síðla sumars að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kölluðu þingflokka sína til fundar til að undirbúa haustþing.

Árásarmaður laus úr haldi

Tuttugu og fimm ára maður sem er grunaður um að hafa gengið í skrokk á öðrum manni með hafnaboltakylfu, í Öxnadal nýlega, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn, - þremur dögum áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir honum rann út. Börn mannsins sem ráðist var á, voru viðstödd þegar til átakanna kom.

Milljónir horfa á Latabæ

Milljónir Bandaríkjamanna horfðu á fyrsta þáttinn af Latabæ sem sendur var út í Bandaríkjunum í dag. Framleiðandi þáttanna segir þegar hafa verið rætt um framhald á þáttagerðinni. Hann segir öruggt að þættirnir verði sýndir víða um Evrópu þegar á næsta ári.

80 hitamet slegin

Rúmlega áttatíu hitamet voru slegin í síðustu viku á veðurathugunastöðvum Veðurstofunnar. Hitabylgjan núna var sú mesta frá því mælingar hófust og fór hitinn hæst í rúmlega 29 stig. Veðustofan fór yfir hitametin í dag, nú þegar hitabylgjan er talin vera afstaðin.

Mótmæla með auglýsingu

Framsóknarkonur óttast að formaður flokksins ætli að setja Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, út úr ríkisstjórninni. Þær hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á morgun þar sem skorað verður á þingflokk Framsóknar að virða lög flokksins um jafnrétti.

Halldór fagnar ákvörðun Davíðs

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, fagnar þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við utanríkisráðuneytinu. Hann segir eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna gegni þessum embættum.

Undirbúa málsókn gegn Norðmönnum

Íslensk stjórnvöld ákváðu í dag að hefja undirbúning að málssókn gegn Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstólnum vegna Svalbarðamálsins. Utanríkisráðherrar landanna munu ræða deiluna á fundi í næstu viku.

Samningur í kjaradeilu

Samið hefur verið í kjaradeilu Sólheima í Grímsnesi og um þrjátíu starfsmanna Sólheima sem eru í stéttarfélaginu Bárunni á Árborgarsvæðinu.

Íslensk geðrækt best

Geðrækt, verkefni Landlæknisembættisins, Geðhjálpar, Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslunnar í Reykjavík, hefur hlotið sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndarverkefni á sviði geðræktar.

Tryggja ekki heimalagnir fólks

Nokkuð algengt er að fólk verði fyrir verulegu tjóni af völdum vatns ef heimlögn að híbýlum þess bilar eða fer í sundur. Það sem kemur hins vegar á óvart er að tjónþolar geta ekki tryggt sig fyrir slíku hjá tryggingafélögum sínum, þótt þeir eigi og beri ábyrgð á þessum lögnum.

Lokanir á hreindýraveiðar

"Við verðum að meta stöðuna eftir veiðitímann og sjá hvaða endi málið fær," sagði Áki Ármann Jónsson forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar eftir heimsóknir til bænda á hreindýrajörðum á Austurlandi.

Þrjú handtekin vegna fíkniefna

Lögreglan á Ísafirði handtók tvo karlmenn og konu á almannafæri á laugardagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Skemmdarverk í Ólafsfirði

Hluti húsa í Ólafsfirði varð kaldavatnslaus á sunnudag eftir að skrúfað var fyrir rennsli í vatnsleiðslum úr Burstabrekkudal. Víða fylltust síur af leir og drullu auk þess sem vandkvæði voru með þvottavélar.

Vígslu minningarreits frestað

Vígslu minningarreits vegna þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 hefur verið frestað fram á vor. Til stóð að vígja reitinn 21. ágúst.

Kajak farar langt komnir

Fjórmenningarnir sem róa kajak bátum eftir austurströnd Grænlands að vesturströndinni eru tæplega hálfnaðir á leið sinni.

Ók í sjóinn

Karlmaður á þrítugsaldri ók bíl sínum út í sjó við Akureyri í nótt. Ökumaðurinn ók norður eftir Eyjafjarðarbraut eystri en þegar hann kom að svokölluðum t-gatnamótum beygði hann hvorki til hægri né vinstri, heldur ók beinustu leið í sjóinn.

Slökkviliðsdagur í Hafnarfirði

Það er slökkviliðsdagur á höfuðborgarsvæðinu í dag. Á milli klukkan 12 og 18 er almenningi boðið að kynnast starfi slökkviliðsins við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Ýmislegt verður í boði fyrir bæði börn og fullorðna, fræðsla jafnt sem skemmtun.

Góð lundaveiði í Vestmannaeyjum

Lundaveiðitímabilinu í Vestmannaeyjum lýkur um helgina. Veiðin í ár hefur verið mun betri en í fyrra og greinilegt að tíðarfarið hefur verið hagstætt fyrir lundastofninn þetta árið. Lundapysjan er komin vel á legg og ekki hefur orðið vart við pysjudauða í ár. Fréttavefur Eyjafrétta greinir frá.

Stjórnarandstaðan ánægð

Fulltrúar stjórnarandstöðu lýsa yfir ánægju með þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við embætti utanríkisráðherra 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra.

Rektor bjartsýnn en fámáll

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er bjartsýnn fyrir veturinn og segir fátt um tillögur varðandi háskólann sem bornar voru fram á bæjarstjórnarfundi í vikunni, að því er norðlenski fréttavefurinn Aksjón greinir frá.

Íslensk skip á svartan lista

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að öll íslensk skip, sem halda áfram veiðum við Svalbarða eftir daginn í dag, verði sett á svartan lista. Fimm íslensk skip eru nú á svæðinu. Sjávarútvegsráðherra Noregs er á Íslandi en enginn fundur er fyrirhugaður með honum og íslenska sjávarútvegsráðherranum.

Bandaríkjaförum bönnuð blóðgjöf

Þeir sem dveljast í Norður-Ameríku á tímabilinu frá byrjun júní til nóvemberloka mega ekki gefa blóð fyrr en mánuði eftir að heim er komið vegna ótta við Vesturnílarsótt.

Ákvörðun Davíðs eðlileg

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið.

Minni þreifingar í Evrópumálum

Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Einkarekin glasafrjóvgunardeild

Stefnt er að því að ný einkarekin glasafrjóvgunardeild verði opnuð innan tveggja mánaða. Læknarnir sem standa að deildinni vonast til þess að eftir ár verði búið að vinna niður alla biðlista.

Furðar sig á ummælum

"Ég skil ekki hvað þeir eru að rugla," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi svikið loforð um að veiðiheimildir annarra myndu ekki skerðast vegna innkomu smábáta í kvótakerfið. Aðstaða hans leyfir þó ekki að hann ræði málið frekar.

Tæmdi sjóði umhverfisráðuneytisins

Unnið er að endurbótum á bryggjunni í Drangey á Skagafirði. Drangeyjarjarlinn, Jón Eiríksson, segist hafa tæmt sjóði umhverfisráðuneytisins en þaðan fékk hann 100 þúsund króna styrk til verksins.

Hætta veiðum fyrst um sinn

"Við höfum ákveðið að veiða ekki um sinn, en munum endurmeta stöðuna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ um síldveiði við Svalbarða. Fresturinn sem Norðmenn gáfu íslenskum skipum til að hætta veiðum við Svalbarða rann út á miðnætti síðustu nótt.

Slökkviliðsdagurinn í dag

Hús fullt af reyk, bílar klipptir í tætlur, öflugustu vatnsbyssur sem völ er á og gott útsýni úr körfubíl var meðal þess sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kynnti fyrir fólki á slökkviliðsdeginum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir