Innlent

Konan heil á húfi

Kona sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir um tíuleytið í gærkvöldi er komin fram. Hún reyndist vera heil á húfi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gaf konan sig fram stuttu eftir að lýst var eftir henni. Frá Lögreglunni á Akureyri er það annað að frétta eftir nóttina að einn maður var tekinn fyrir ölvunarakstur. Lögreglan í Hafnarfirði gerði hins vegar rúm tíu grömm af amfetamíni upptæk í morgun. Lögreglan stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur í bænum og í kjölfarið fannst amfetamín í bíl hans. Málið er í rannsókn, eins og fíkniefnamál sem upp kom í gærkvöldi hjá lögreglunni í Hafnarfirði, þar sem lítilræði af hassi fannst á fólki sem statt var í Heiðmörk. Fíkniefnin eru víðar en í Hafnarfirði, því að lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi ökumann, sem var á ferð um Hellisheiði, fyrir að hafa í fórum sínum lítið magn fíkniefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×