Innlent

Vantaði alla kvenráðherra

"Það er algjör tilviljun að hér vantaði nokkra ráðherra í dag," sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í gær. Aðeins sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru þar saman komnir og í hópinn vantaði alla kvenráðherra þjóðarinnar. "Ráðherrar hafa ýmsum skyldum að gegna annars staðar og ekki óeðlilegt að fólk vanti, sérstaklega þegar ekki eru mjög brýn mál á borði stjórnarinnar. Persónulega finnst mér best þegar bæði kynin eru viðstödd og sem flestir af ráðherrunum en því er ekki hægt að koma við í öll skipti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×