Fleiri fréttir

Vilja reisa minnisvarða um þá sem fórust á Sri Lanka

35 ár eru liðin síðan Leifur Eiríksson, þota Flugleiða, brotlenti í aðflugi á Srí Lanka. 183 fórust í slysinu, þar af átta Íslendingar. Flugstjórinn Harald Snæhólm er einn þeirra fimm Íslendinga sem lifðu slysið af.

Hugleikur Dagsson: Skriftir eru stanslaus höfuðverkur

Bræðurnir Hugleikur og Þormóður Dagssynir muna eftir sér teiknandi frá fyrstu tíð og textagerð er þeim í blóð borin. Þetta tvennt ásamt hugmyndafluginu fleytir þeim langt á listasviðinu. Tónlistin er góð aukabúgrein líka hjá Þormóði.

Nauðsynlegt að sameina háskóla

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar uppstokkun í menntakerfinu. Hann segir óhjákvæmilegt að sameina háskóla og vill stytta nám til stúdentsprófs. Þá vill hann endurskilgreina hlutverk RÚV á fjölmiðlamarkaði.

Vildi brjótast út úr kassanum

Ragna Kjartansdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Cell 7, sló gegn með Subterranean, einni fyrstu rappsveitinni á Íslandi á tíunda áratugnum. Hún hefur lengi gengið með sólóplötu í maganum og eftir að hafa lært til hljóðmanns í New York, stofnað til fjölskyldu og orðið Íslandsmeistari í karate er stóra stundin loks runnin upp.

Öll börn eiga rétt á móðurmáli

Móðurmál barna af erlendum uppruna er ekki kennt í íslensku menntakerfi. Renata Pesková Emilsson segir mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna og tækifæri þeirra til náms að fá móðurmálskennslu. Það veiti einnig mikilvægan grunn til að ná tökum á íslenskunni.

Viðbygging reist eftir umdeildri tillögu

Gagnrýnendur verðlaunatillögu í samkeppni um viðbyggingu Sundhallar Reykjavíkur telja að arkitekt hallarinnar hefði ekki samþykkt tillöguna. Stílhrein, segir formaður borgarráðs þar sem ákveðið var á fimmtudag að byrja á verkefninu.

Matvælastofnun varar við VERSA-1

Matvælastofnun varar fólk við notkun fæðubótarefnisins VERSA-1. Efnið inniheldur efnið Angeline en grunur leikur á efnið valdi lifrabólgu.

Nýtt félag um bæjarhús og lystigarð

Byggðarráð Rangárþings eystra vill vera með í stofnun hugsanlegrar sjálfseignarstofnunar eða félags um gömlu byggingarnar í Múlakoti.

Vildu kanna viðbrögð barna

Tveir ungir menn voru handteknir á Akureyri í dag eftir að þeir höfðu fjórum sinnum reynt að tæla átta til tíu ára gömul börn upp í bifreið sína. Ekkert barnanna fór þó upp í bílinn.

Kirkja bótaskyld í einu tilviki, málið er þó fyrnt

Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur að kirkjan sé ekki bótaskyld í öllum tilfellum þar sem misnotkun átti sér stað á Landakoti, heldur aðeins einu. Það mál sé þó fyrnt eins og öll hin málin.

Móðir Baby P fékk ekki nýtt auðkenni

Móðir Peter Connelly, sem varð þekktur sem Baby P eftir dauða sinn, er laus úr fangelsi. Tracey óskaði eftir því þegar hún var látin laus úr fangelsinu að hún fengi nýtt auðkenni og sólarhrings lögregluvernd. Það var ekki orðið við þeim óskum hennar.

Dansandi piparkökur í Borgarleikhúsinu

Hoppandi hreindýr og dansandi piparkökur setja svip sinn á jólasýningu Skoppu og Skrítlu, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á morgun.

Gríðarlegt umfang barnaníðshrings: "Kaup voru gerð frá Íslandi“

Umfangsmikill barnaníðshringur sem kanadíska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði upprætt, teygði anga sína til Íslands. Kanadískur rannsóknarlögreglumaður segir lögregluyfirvöld hérlendis taka ákvarðanir um hvort brugðist verði við fyrirliggjandi upplýsingum í málinu.

Leysir engan vanda að loka Þjóðleikhúsinu

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir að það leysi ekki vanda heilbrigðiskerfisins að loka Þjóðleikhúsinu eða leggja niður Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rétt forgangsröðun ríkisfjármála feli ekki í sér að loka öllum helstu menningarstofnunum landins.

Mörg íslensk börn skoða klám

Stór hluti barna í sjötta til tíunda bekk fer reglulega inn á klámsíður á netinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun SAFT um aðgengi barna og unglinga að klámi hér á landi.

Bifvélavirki hannar búnað sem auðveldar barnsfæðingar

Jorge Ondón, 59 ára gamall bifvélavirki frá Argentínu hefur hannað búnað sem getur komið sér vel í erfiðum barnsfæðingum. Á hverju ári deyja yfir fimm milljónir barna við eða stuttu eftir fæðingu og 260 þúsund konur látast við barnsburð.

Van Damme í spíkat á vörubílum

Það er ekki á hverjum degi sem svalasti maður í heimi leikur í auglýsingu, en sú er raunin og þú getur horft á hana hér neðar í fréttinni.

Umdeild skilaboð Heimsýnar

Nýr pistill á síðu samtakanna Heimsýn fellur í grýttan jarðveg víða á netinu en þar er útlistað að Króatar búi við veiklað efnahagslíf, eftir að landið gekk inn í Evrópusambandið. Og Ísland sé miklu betra.

Bjargað úr sjónum

Bifreið lenti utan vegar við Drottningarbraut á Akureyri í morgun, og hafnaði út í sjó.

Drottning fékk sér að reykja í Hörpu

Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson henni öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði.

Egill klipptur út úr Wikileaks-myndinni

Eftir rétta viku verður The Fifth Estate frumsýnd hér á landi. Ísland er áberandi í myndinni en því miður hefur atriði Egils Helgasonar, sem lék sjálfan sig, verið klippt út.

Kínastjórn boðar breytingar

Sumum landsmönnum verður leyft að eignast fleiri en eitt barn, og hið illræmda vinnubúðakerfi verður aflagt.

Gunnar Birgisson sló Ómar í bringuna

"Það gat oft verið mjög stormasamt,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti framsóknarmanna í Kópavogi um samstarf sitt við Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra.

Femínistafélagið hrósar leikfangaverslun

Í nýjum bæklingi frá Toys r US má sjá stelpur og stráka leika sér saman í bílaleik og í barbí. Bæði kynin sjást leika sér með smíðasett og eldhúsdót og með dúkkur og risaeðlur, án þess að þessi leikföng séu sérstaklega ætluð öðru kyninu.

Alvarlegt slys í Reykjanesbæ

Kona um þrítugt liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa orðið fyrir bíl á Reykjanesbraut, skammt frá Stekk í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeildina, þar sem hún gekkst strax undir aðgerð og er nú haldið sofandi í öndunarvél.

Sjá næstu 50 fréttir