Innlent

Enginn var sektaður í Laugardalnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Allt þetta fólk lagði löglega, að sögn lögreglu.
Allt þetta fólk lagði löglega, að sögn lögreglu.
Enginn var sektaður vegna stöðubrota í Laugardalnum, þar sem fram fór landsleikur Íslands og Króatíu í knattspyrnu karla í kvöld.

Nánast er orðin hefð fyrir því að mikill fjöldi bíla sé lagt ólöglega í dalnum þegar viðburðir á borð við íþróttaleiki og tónleika eru þar. En svo var ekki í kvöld.

„Því er skemmst frá að segja að það var ekki bara á fótboltavellinum sem við héldum hreinu heldur var það einnig í lagningum ökutækja,“ skrifar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook.

„Ekki ein einasta sekt var skrifuð vegna stöðubrota, sem verður að teljast mjög gott enda allt fullt, bæði á vellinum og í Laugardalshöll. Okkar menn á staðnum sögðu stemminguna hafa verið algerlega frábæra - fólk glatt og kátt! Takk fyrir okkur - Áfram Ísland!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×