Innlent

Kirkja bótaskyld í einu tilviki, málið er þó fyrnt

Samúel Karl Ólason skrifar
Með aðgerðunum segir Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, að þessum erfiðu málum sé lokið.
Með aðgerðunum segir Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, að þessum erfiðu málum sé lokið. Mynd/GVA
Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur að kirkjan sé ekki bótaskyld í öllum tilfellum þar sem misnotkun átti sér stað á Landakoti, heldur aðeins einu. Það mál sé þó fyrnt eins og öll hin málin.

Kæmi til greiðslu af hálfu kirkjunnar engu að síður væri það að mati fagráðs umfram lagaskyldu,“ segir í niðurstöðum ráðsins. Fagráðinu bárust alls tíu kröfugerðir vegna kynferðislegrar misnotkunar og sex vegna andlegs eða annars ofbeldis af hálfu prests og kennslukonu á Landakoti á árunum 1959 til 1984.

„Reykjavíkurbiskupsdæmi hefur síðustu þrjú ár varið miklum tíma, vinnu og orku í þessi mál og hefur af sjálfsdáðum lagt áherslu á að komast til botns í þessu erfiða máli með hlutlægni og vandvirkni að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá kaþólsku kirkjunni. Einnig segir að yfirstjórn kirkjunnar hafi gert „allar nauðsynlegar ráðstafanir hvað snertir fortíð sem framtíð“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×