Innlent

Stúlkur undir lögaldri í skapabarmaaðgerðir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Dæmi eru um að stúlkur undir lögaldri fari í skapabarmaaðgerðir til lýtalækna í fylgd með mæðrum sínum. Lýtalæknir segir fordóma í garð slíkra aðgerða einkennast af vanþekkingu.

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins birtist grein eftir Þórdísi Kjartansdóttir, formann félags lýtalækna. Þar talar hún um fordóma sem fylgt hafa skapbarmaaðgerðunum. Hún segir að mikil vanlíðan fái konur til að gangast undir slíka aðgerð og  að þær eigi ekkert skylt við staðalímyndir í klámi.

Ágúst Birgisson lýtalæknir hvetur fólk til að kynna sér málið áður en það gagnrýnir og varast fordóma. Hann segir konur á öllum aldri gangast undir aðgerðina. Þær eiga það sameiginlegt að innri skapabarmarnir hanga niður fyrir ytri barma, og að  þær fái sár við til dæmis hjólreiðar og samfarir. Yngri konur koma oft í fylgd með mæðrum sínum, sem jafnvel hafa átt við sama vandamál að stríða og einnig farið í slíka aðgerð

Þessar ungu konur eru oft feimnar, fara ekki í sturtu með öðrum konum, hafa ekki þorað að koma nálægt strákum og jafnvel eru dæmi um að stúlkur séu lagðar í einelti í skólanum vegna stórra skapabarma. 

Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×