Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 06:32 Sigríður segir ekki hafa verið efni til að ákæra aðra tengda málinu en Sigurjón. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Héraðssaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem Sigurjón Ólafsson, verslunarmaður sem dæmdur var fyrir gróf kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, fékk til að hafa samræði við konuna. Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira