Innlent

Nóttin erilsöm: Kona beit lögreglumann

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Mynd/Vilhelm
Um þrjúleytið var kona handtekin í miðborginni fyrir ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni. Hún beit lögreglumann og sparkaði í annan. Konan var vistuð í fangageymslu.

Þá var maður handtekinn fyrir að skemma bifreið og ráðast á eigandann þegar hann kom á vettvang. Hann hótaði lögreglumönnum einnig ítrekað. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fangageymslur voru fullar. Fjórtán aðilar gistu þar, tveir að eigin ósk en 12 fyrir ýmis mál, flest tengd ölvun.

Þá var að minnsta kosti sex sinnum óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem vandræði voru með farþega í leigubifreiðum.

Bíll valt útaf Þingvallavegi við Helgadalsveg um klukkan hálf eitt í nótt. Tveir einstaklingar voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir á slysadeild með áverka á hálsi og baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×