Innlent

Matvælastofnun varar við VERSA-1

Samúel Karl Ólason skrifar
Notkun íþróttamanna á fæðubótarefnum hefur vaxið mikið á undanförnum árum.
Notkun íþróttamanna á fæðubótarefnum hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Mynd/Getty
Matvælastofnun varar fólk við notkun fæðubótarefnisins VERSA-1. Efnið inniheldur efnið Angeline, sem einnig er að finna í vörunni Oxy Elite Pro, sem stofnunin varaði við nýverið og er framleitt af sama fyrirtæki, SP Labs LLC í Bandaríkjunum.

Notkun efnisins hefur verið talin tengd lifrarbólgu og liggur efnið undir grun sem valdur lifrabólgutilfellanna.

Einnig vekur stofnunin athygli á því að fæðubótarefnið Oxy Elite Pro fæst í mismunandi neysluformi.

Vöruheiti:

    OxyELITE Pro Super Thermo Capsules

    OxyELITE Pro Ultra-Intense Thermo Capsules

    OxyELITE Pro Super Thermo Powder

    VERSA-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×