Innlent

Lögreglan ætlar að sekta í Laugardal

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan segir marga hafa lagt það í vana sinn að leggja ólöglega á landsleikjum.
Lögreglan segir marga hafa lagt það í vana sinn að leggja ólöglega á landsleikjum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem ætla að leggja bifreiðum sínum í Laugardal í kvöld meðan leikur Íslands og Króatíu á sér stað að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.

Að öðrum kosti mega ökumenn búast við sektum vegna stöðubrota en gjaldið, 5 þúsund krónur, rennur í Bílastæðasjóð.

Segir lögreglan reynslu síðustu ára sýna bílastæðin við völlinn séu ekki fullnýtt þegar ýmsir stórviðburðir fara þar fram. Þess í stað hafa margir lagt það í vana sinn að leggja ólöglega.

Ljóst er að ekki geta allir vallargestir lagt bílum sínum við Laugardalsvöllinn en í nágranni hans eru víða ágæt bílastæði.

Þá bendir lögreglan á að veðurútlit er bærilegt, þrátt fyrir spá um dálítil él og því ætti engum að muna um að leggja smáspöl frá leikvanginum og ganga í fáeinar mínútur að vellinum.

Uppselt er á leikinn í kvöld og því viðbúið að mikil umferð verði í Laugardalnum og nágrenni hans og hvetur lögreglan fólk til að mæta tímanlega á völlinn.

Enginn skortur er á bílastæðum í nágrenni Laugardalsvallar og hvetur lögreglan ökumenn til að leggja bifreiðum sínum löglega.Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×