Drottning fékk sér að reykja í Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2013 13:35 Halldór Guðmundsson kunni sig þegar hann tók á móti Danadrottningu í Hörpu og bauð fram konunglegan öskubakka. Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira