Innlent

Umboðsmaður Alþingis tekur starfslokasamninga til skoðunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Tryggva Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggva Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/GVA
Tryggvi Gunnarsson, Umboðsmaður Alþingis, hefur sent Landspítala háskólasjúkrahúsi bréf þar sem hann óskar upplýsinga varðandi starfslokasamninga hjá stofnuninni.

Ástæða bréfsins er umfjöllun DV um starfslokagreiðslur til starfsmanna LSH en forstöðumönnum ríkisstofnanna er ekki heimilt að taka ákvörðun um gerð starfslokasamninga án sérstakrar lagaheimildar.

Tryggvi spyr hvort starfslokasamningar hafi verið gerðir eftir 1. desember 2008 og þá í hvaða tilvikum. ef svo vill hann fá afrit af þeim.

Einnig óskar hann eftir upplýsingum um hvort samningar hafi verið gerðir við starfsmanna- og mannauðsstjóra LSH þar sem fram komi hjá DV að sá hafi látið af starfi en sé í námsleyfi.

„Með vísan til þess óska ég sérstaklega eftir að upplýst verði hvort gerðir hafi verið samningar við umræddan starfsmann, hvort sem er um starfslok eða námsleyfi. Ef svo er, þá óska ég eftir að spítalinn láti í té afrit af þeim samningum og skýri jafnframt á hvaða lagagrundvelli heimilt hafi verið að gera slíka samninga og á hvaða grundvelli starfsmaðurinn hafi áunnið sér þann rétt,“ segir í bréfi umboðsmanns Alþingis til LSH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×