Missti sjón í flugeldaslysi: "Yfirlæknir TR hefur af mér hálfs árs laun" Hrund Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 20:00 Baldur Sigurðarson segir starfsmenn Tryggingastofnunar ekki sinna upplýsingaskyldu sinni. Baldur Sigurðarson er lögblindur eftir flugeldaslys sem hann varð fyrir um síðustu áramót og hefur verið óvinnufær síðan. Fyrstu beiðni hans um örorkumat var hafnað þar sem mistök voru gerð við umsóknina og segir Baldur að þar hafi verið um að kenna skorti á leiðbeiningum frá starfsmönnum Tryggingastofnunar, enda hafi hann verið illa farinn eftir slysið og þurft á aðstoð að halda. Hann sótti um að nýju og fékk nýlega þau svör að hann væri metinn sem öryrki frá fyrsta júlí, en ekki fyrsta janúar, þegar slysið átti sér stað, þrátt fyrir að læknisvottorð segi til um annað. „Þannig að þarna hefur yfirlæknir Tryggingastofnunar með sinni ákvörðun af mér hálfs árs laun og ég spyr mig hversu algengt er það og hvort það er ekki hreinlega brot í starfi,“ segir Baldur. Samkvæmt stjórnsýslulögum skal stjórnvald veita þeim sem til þess leitar nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þess og í lögum um almannatryggingar kemur fram að starfsfólk Tryggingastofnunar og umboðsmenn hennar skuli kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra. Baldur segir þetta ekki vera raunina. „Sem dæmi, þá komst ég að því að fatlaði eiga rétt á bílastyrk. Tryggingastofnun á auðvitað að upplýsa fólk um þetta en ég hef komist að því að margir sem ég þekki og eru mikið fatlaðir hafa ekki hugmynd um að þeir eigi þennan rétt, þeim er ekki sagt frá því ef þeir spyrja ekki .“ Hjá Tryggingastofnun fengust þau svör að ekki væru gefnar upplýsingar um einstök mál. Almenna reglan væri sú að starfsmenn fylgdu lögum og túlkuðu þau; ef óánægja ríkti með niðurstöður stofnunarinnar væri hægt að kæra þær til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Ætlarðu að kæra þessa niðurstöðu? „Ég er búinn að biðja um endurútreikning og auðvitað kem ég til með að kæra. Ég þarf bara að ráðfæra mig við lögmann reikna ég með en það kostar tíma og peninga, sem ekki eru til staðar,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Baldur Sigurðarson er lögblindur eftir flugeldaslys sem hann varð fyrir um síðustu áramót og hefur verið óvinnufær síðan. Fyrstu beiðni hans um örorkumat var hafnað þar sem mistök voru gerð við umsóknina og segir Baldur að þar hafi verið um að kenna skorti á leiðbeiningum frá starfsmönnum Tryggingastofnunar, enda hafi hann verið illa farinn eftir slysið og þurft á aðstoð að halda. Hann sótti um að nýju og fékk nýlega þau svör að hann væri metinn sem öryrki frá fyrsta júlí, en ekki fyrsta janúar, þegar slysið átti sér stað, þrátt fyrir að læknisvottorð segi til um annað. „Þannig að þarna hefur yfirlæknir Tryggingastofnunar með sinni ákvörðun af mér hálfs árs laun og ég spyr mig hversu algengt er það og hvort það er ekki hreinlega brot í starfi,“ segir Baldur. Samkvæmt stjórnsýslulögum skal stjórnvald veita þeim sem til þess leitar nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þess og í lögum um almannatryggingar kemur fram að starfsfólk Tryggingastofnunar og umboðsmenn hennar skuli kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra. Baldur segir þetta ekki vera raunina. „Sem dæmi, þá komst ég að því að fatlaði eiga rétt á bílastyrk. Tryggingastofnun á auðvitað að upplýsa fólk um þetta en ég hef komist að því að margir sem ég þekki og eru mikið fatlaðir hafa ekki hugmynd um að þeir eigi þennan rétt, þeim er ekki sagt frá því ef þeir spyrja ekki .“ Hjá Tryggingastofnun fengust þau svör að ekki væru gefnar upplýsingar um einstök mál. Almenna reglan væri sú að starfsmenn fylgdu lögum og túlkuðu þau; ef óánægja ríkti með niðurstöður stofnunarinnar væri hægt að kæra þær til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Ætlarðu að kæra þessa niðurstöðu? „Ég er búinn að biðja um endurútreikning og auðvitað kem ég til með að kæra. Ég þarf bara að ráðfæra mig við lögmann reikna ég með en það kostar tíma og peninga, sem ekki eru til staðar,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira