Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2013 11:10 Tord Lien olíu- og orkumálaráðherra. Hann hefur frest til 21. nóvember til að svara boði Íslands um aðild að 3ja sérleyfinu á Drekasvæðinu. Mynd/Reynir Jóhannesson. Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. Þingmaður Kristilega þjóðarflokksins segir að það yrði undarlegt, í ljósi samstarfssáttmála nýrrar ríkisstjórnar, ef norsk stjórnvöld tækju þátt í olíuleit með Íslendingum á Jan Mayen-svæðinu. Þótt flokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg, Hægri og Framfaraflokkurinn, styðji báðir olíuleit við Jan Mayen, neyddust þeir við stjórnarmyndun í síðasta mánuði til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra svæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. Annar þessara flokka er Kristilegi þjóðarflokkurinn. Fulltrúi flokksins í orku- og umhverfisnefnd Stórþingsins, Rigmor Andersen Eide, segir að flokkurinn leggist gegn olíustarfsemi bæði á íslenska og norska hluta Jan Mayen-svæðisins. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin brjóti ekki samstarfssáttmálann ef hún samþykkir að taka þátt í olíuleit Íslandsmegin. „Við höfum ekkert að segja um hvað Ísland ákveður með Kína eða öðrum. En ef norska ríkisstjórnin fer inn og segir já við þessu, þá verðum við dálítið undrandi, út frá samstarfssáttmálanum sem við höfum á milli okkar,“ segir hún í viðtali við NTB-fréttastofuna, sem meðal annars NRK, norska ríkisútvarpið, hefur birt. „Við tengjumst norska hlutanum, um hann getum við rætt. En ég furða mig á ef menn ætla að fara inn Íslandsmegin og fjárfesta þar,“ segir Rigmor Eide.Noregur lætur ríkisolíufélagið Petoro nýta 25% rétt sinn í tveimur fyrstu sérleyfunum.Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Leiðtogi Náttúruverndarsamtaka Noregs, Lars Haltbrekken, segir að það myndi grafa undan samstarfssáttmálanum ef hægristjórnin færi inn í slíkt olíusamstarf við Jan Mayen. Hann heldur því fram að sáttmálinn takmarkist ekki við norskt yfirráðasvæði við Jan Mayen. Það sé hæpið að nota það sem afsökun að verkefnið sé Íslandsmegin á Jan Mayen-svæðinu. „Ef það stendur í samstarfssáttmála að Noregur eigi ekki að bora eftir olíu við Jan Mayen hlýtur það einnig að gilda þótt það sé innan íslenskrar lögsögu,“ segir Lars Haltbrekken. Hann óttast að olíustarfsemi Íslandsmegin auki þrýsting á að einnig verði byrjað Noregsmegin eftir fjögur ár. Tengdar fréttir Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. 5. október 2013 18:38 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. Þingmaður Kristilega þjóðarflokksins segir að það yrði undarlegt, í ljósi samstarfssáttmála nýrrar ríkisstjórnar, ef norsk stjórnvöld tækju þátt í olíuleit með Íslendingum á Jan Mayen-svæðinu. Þótt flokkarnir tveir í minnihlutastjórn Ernu Solberg, Hægri og Framfaraflokkurinn, styðji báðir olíuleit við Jan Mayen, neyddust þeir við stjórnarmyndun í síðasta mánuði til að fallast á kröfu tveggja smáflokka, um bann við opnun nýrra svæða, til að tryggja sér stuðning þeirra á Stórþinginu. Annar þessara flokka er Kristilegi þjóðarflokkurinn. Fulltrúi flokksins í orku- og umhverfisnefnd Stórþingsins, Rigmor Andersen Eide, segir að flokkurinn leggist gegn olíustarfsemi bæði á íslenska og norska hluta Jan Mayen-svæðisins. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin brjóti ekki samstarfssáttmálann ef hún samþykkir að taka þátt í olíuleit Íslandsmegin. „Við höfum ekkert að segja um hvað Ísland ákveður með Kína eða öðrum. En ef norska ríkisstjórnin fer inn og segir já við þessu, þá verðum við dálítið undrandi, út frá samstarfssáttmálanum sem við höfum á milli okkar,“ segir hún í viðtali við NTB-fréttastofuna, sem meðal annars NRK, norska ríkisútvarpið, hefur birt. „Við tengjumst norska hlutanum, um hann getum við rætt. En ég furða mig á ef menn ætla að fara inn Íslandsmegin og fjárfesta þar,“ segir Rigmor Eide.Noregur lætur ríkisolíufélagið Petoro nýta 25% rétt sinn í tveimur fyrstu sérleyfunum.Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Leiðtogi Náttúruverndarsamtaka Noregs, Lars Haltbrekken, segir að það myndi grafa undan samstarfssáttmálanum ef hægristjórnin færi inn í slíkt olíusamstarf við Jan Mayen. Hann heldur því fram að sáttmálinn takmarkist ekki við norskt yfirráðasvæði við Jan Mayen. Það sé hæpið að nota það sem afsökun að verkefnið sé Íslandsmegin á Jan Mayen-svæðinu. „Ef það stendur í samstarfssáttmála að Noregur eigi ekki að bora eftir olíu við Jan Mayen hlýtur það einnig að gilda þótt það sé innan íslenskrar lögsögu,“ segir Lars Haltbrekken. Hann óttast að olíustarfsemi Íslandsmegin auki þrýsting á að einnig verði byrjað Noregsmegin eftir fjögur ár.
Tengdar fréttir Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. 5. október 2013 18:38 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09
Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. 5. október 2013 18:38
Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00