Innlent

Nýtt félag um bæjarhús og lystigarð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Rangárþingi eystra vilja menn efla menningartengda ferðaþjónustu.
Í Rangárþingi eystra vilja menn efla menningartengda ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Vilhelm
Byggðarráð Rangárþings eystra vill vera með í stofnun hugsanlegrar sjálfseignarstofnunar eða félags um gömlu byggingarnar í Múlakoti.

„Þarna er um að ræða bæjarhúsin sem risu árin 1897-1946, rústir fjóss, hesthúss og hlöðu auk lystigarðsins sem kenndur er við Guðbjörgu Þorleifsdóttur og lystihúss sem stendur í garðinum,“ segir byggðaráðið.

Með þessu vill byggðaráðið tryggja að svæðið og húsin verði aðgengileg almenningi og nýtist í menningartengdar ferðaþjónustu. Stofnun félags greiði fyrir styrkveitingum úr opinberum sjóðum, eins og Húsafriðunarsjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×