Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 00:04 Geir Ólafs segir að fari menn rétt með gervigreindina muni hún aðeins hjálpa tónlistarmönnum. Vísir/Vilhelm Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki. Í vikunni var Bubbi til viðtals hjá fréttastofunni vegna tímamótasamnings sem hann gerði við Öldu Music, sem kveður á um að fyrirtækið eignist allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Í viðtalinu lýsti hann yfir miklum áhyggjum af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk,“ sagði Bubbi. Framkvæmdastjóri STEF tók undir að mörgu leyti og sagði að um væri að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standa frammi fyrir. Eins og að gagnrýna autopilot í flugvélum Geir Ólafs hefur aðra sýn á þessa þróun og segir að ekki megi tala tæknina svona niður. „Tæknin í músikbransanum, henni hefur fleygt þannig fram að hún er orðin mjög auðveld í notkun fyrir fólk sem kann að fara með hana.“ „Hvað varðar listina að semja lög, hafa sans fyrir því, það gerir það enginn fyrir þig. Ef að þú gerir það sjálfur ert þú að gera það að þínu,“ segir Geir. Þá fer Geir að tala um að tæknin hafi lengi aðstoðað fólk við gerð tónlistar. „Það eru til, og hafa verið til í áratugi tónlistarforrit þar sem þú getur tekið strengjasveit, sinfóníuhljómsveit, eða verið með trommuheila, trommusampler, þar sem alvöru trommarar eru á bak við.“ „Þetta hefur verið í þróun í mörg ár, sérstaklega í þessum tónlistarforritum sem menn nota þegar þeir útsetja. Til dæmis Síbelíus, ef þú stendur á gati í útsetningum, þá spyrðu bara Síbelíus og hann kemur með hundrað tillögur.“ Í framhjáhlaupi nefnir Geir að hann sé með Eurovision-lag í undirbúningi. „Þetta er löngu byrjað, fyrir löngu síðan. Þetta er búið að vera í svo mikilli þróun. Það gengur ekki að koma fram og gagnrýna tæknina, það er bara eins og að gagnrýna að autopilot sé í flugvélum.“ „Þetta er notað til að hjálpa manni að skapa, fá hugmyndir,“ segir Geir. Hann kveðst þó sjálfur ekki nota gervigreind til að hjálpa sér að semja lög. „Maður hefur reynt að nota þetta til að fá hugmyndir en það hefur aldrei heillað mig. Það sem hefur heillað mig er að ég hef gert þetta sjálfur.“ „Það má ekki tala niður gervigreindina með þessum hætti. Að það sé verið að ráðast á listgreinina ... það mun aldrei taka frá fólki sköpunargáfuna. Þú hefur hana eða hefur hana ekki.“ „Það er algjörlega af og frá að þessi gervigreind sé að fara taka frá fólki sköpunargáfuna,“ segir Geir Ólafsson. Gervigreind Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59 Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46 Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Í vikunni var Bubbi til viðtals hjá fréttastofunni vegna tímamótasamnings sem hann gerði við Öldu Music, sem kveður á um að fyrirtækið eignist allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Í viðtalinu lýsti hann yfir miklum áhyggjum af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk,“ sagði Bubbi. Framkvæmdastjóri STEF tók undir að mörgu leyti og sagði að um væri að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standa frammi fyrir. Eins og að gagnrýna autopilot í flugvélum Geir Ólafs hefur aðra sýn á þessa þróun og segir að ekki megi tala tæknina svona niður. „Tæknin í músikbransanum, henni hefur fleygt þannig fram að hún er orðin mjög auðveld í notkun fyrir fólk sem kann að fara með hana.“ „Hvað varðar listina að semja lög, hafa sans fyrir því, það gerir það enginn fyrir þig. Ef að þú gerir það sjálfur ert þú að gera það að þínu,“ segir Geir. Þá fer Geir að tala um að tæknin hafi lengi aðstoðað fólk við gerð tónlistar. „Það eru til, og hafa verið til í áratugi tónlistarforrit þar sem þú getur tekið strengjasveit, sinfóníuhljómsveit, eða verið með trommuheila, trommusampler, þar sem alvöru trommarar eru á bak við.“ „Þetta hefur verið í þróun í mörg ár, sérstaklega í þessum tónlistarforritum sem menn nota þegar þeir útsetja. Til dæmis Síbelíus, ef þú stendur á gati í útsetningum, þá spyrðu bara Síbelíus og hann kemur með hundrað tillögur.“ Í framhjáhlaupi nefnir Geir að hann sé með Eurovision-lag í undirbúningi. „Þetta er löngu byrjað, fyrir löngu síðan. Þetta er búið að vera í svo mikilli þróun. Það gengur ekki að koma fram og gagnrýna tæknina, það er bara eins og að gagnrýna að autopilot sé í flugvélum.“ „Þetta er notað til að hjálpa manni að skapa, fá hugmyndir,“ segir Geir. Hann kveðst þó sjálfur ekki nota gervigreind til að hjálpa sér að semja lög. „Maður hefur reynt að nota þetta til að fá hugmyndir en það hefur aldrei heillað mig. Það sem hefur heillað mig er að ég hef gert þetta sjálfur.“ „Það má ekki tala niður gervigreindina með þessum hætti. Að það sé verið að ráðast á listgreinina ... það mun aldrei taka frá fólki sköpunargáfuna. Þú hefur hana eða hefur hana ekki.“ „Það er algjörlega af og frá að þessi gervigreind sé að fara taka frá fólki sköpunargáfuna,“ segir Geir Ólafsson.
Gervigreind Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59 Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46 Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2. júlí 2025 18:59
Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. 24. október 2023 06:46
Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012.“ 24. september 2020 15:32