Innlent

Sigurganga Hross í ss heldur áfram

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Benedikt Erlingsson leikstýrði kvikmyndinni Hross í Oss og fékk eiginkonu sína Charlotte Böving í eitt aðalhlutverkanna. Þau hafa nú bæði unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi.
Benedikt Erlingsson leikstýrði kvikmyndinni Hross í Oss og fékk eiginkonu sína Charlotte Böving í eitt aðalhlutverkanna. Þau hafa nú bæði unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi. Myndir/Valgarð
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vann til verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Amiens í Frakklandi. Kvikmyndin var tilnefnd í flokknum alþjóðlegar kvikmyndir í fullri lengd. Átta kvikmyndir voru í flokknum.

Hross í oss hefur með verðlaununum unnið til alls fernra verðlauna á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Benedikt Erlingsson tilkynnti þetta á facebook-síðu sinni í morgun. „Myndin hefur farið á fjórar kvikmyndahátiðir og fengið fjögur verðlaun samtals. 4-0 fyrir hrossunum,“ sagði hann og spurði jafnframt vini sína á Facebook hvort þeir teldu líklegt að forsetinn tæki á móti honum í Keflavík.

Charlotte Böving var að auki valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Kvikmyndahátíðin í Amiens hefur verið haldin síðan árið 1980 og einbeitir hún sér alfarið að myndum frá Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×