Innlent

Umdeild skilaboð Heimsýnar

Jakob Bjarnar skrifar
Ekki náðist í Vigdísi en Jón Bjarnason segir að við hljótum flest að geta verið sammála um að óska þess að Ísland vinni.
Ekki náðist í Vigdísi en Jón Bjarnason segir að við hljótum flest að geta verið sammála um að óska þess að Ísland vinni.

Nýr pistill á síðu samtakanna Heimsýn fellur í grýttan jarðveg víða á netinu en þar er útlistað að Króatar búi við veiklað efnahagslíf, eftir að landið gekk inn í Evrópusambandið. Og Ísland sé miklu betra.


„Ég veit ekkert um þetta. Er á fundi fyrir norðan og hef verið tölvusambandslaus í tvo daga. En, ég vona að Ísland vinni leikinn. Við hljótum öll að geta verið sammála um það,“ segir Jón Bjarnason varaformaður Heimsýnar. Ekki náðist í Vigdísi Hauksdóttur, formann samtakanna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Liðsmenn Heimssýnar finna Evrópusambandinu flest til foráttu og sjá ástæðu til að fara yfir stöðuna í Króatíu í tilefni landsleiks Íslands og Króatíu í dag. Í bloggi á heimasíðu Heimssýnar í dag segir að Króatía hafi gerst aðili að ESB í sumar. Þrátt fyrir fyrirheit um efnahagsuppgang í aðlögunarferlinu að sambandinu hafi ástandið í landinu verið heldur dapurlegt. Tekjur á mann nemi einungis þriðjungi af því sem við Íslendingar upplifum samkvæmt Alþjóðabankanum. Atvinnuleysi sé um 20% en um helmingur ungs fólks í landinu sé án atvinnu. Þess vegna sé knattspyrnulandsliðið stolt Króata. Leikurinn í kvöld er því ef til vill átök milli Íslands annars vegar og Evrópusambandins hins vegar í huga margra heimssýnarmanna.

Víða er tengt í bloggið á Facebook og þykir mörgum þetta afar ósmekkleg skilaboð og ekki til þess fallin að efla samstöðu meðal stuðningsmanna íslenska liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.