Hemmi lofaði að segja sannleikann - Við ætluðum ekki að draga neitt undan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. nóvember 2013 17:02 Orri Páll Ormarsson, sem skráði sögu Hemma Gunn segir að eins og rakið sé í formála bókarinnar hafi þeir Hemmi ákveðið að skrifa söguna hans eins og hún var og ekki draga neitt undan. mynd/365 „Hafi ég skilið þetta rétt hleypir Hemmi honum inn á gafl hjá sér og gerir að trúnaðarmanni sínum á tilteknum forsendum, nefnilega þeim að hann geti delerað en ráði því á endanum hvað fari í bókina,“ skrifar Eiríkur Örn Norðdahl á Facebook síðu sinni. „Og þegar Hemmi deyr virðist Orri einfaldlega endurskrifa samninginn og breyta bókinni í afhjúpun - hann blottar Hemma gegn hans vilja eftir að hafa notið trausts hans. Og það er bara ömurleg hegðun og jafnt þótt kallinn sé dauður,“ skrifar Eiríkur. Eiríkur tók fram í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið hans tilfinning eftir umræður um bókina síðustu daga. En eftir umræður sem spunnust á síðunni í kjölfar ummælanna sé hann ekki viss lengur. Núna langi hann aðallega að kíkja á bókina. Orri Páll Ormarsson, sem skráði sögu Hemma Gunn, segir að eins og rakið sé í formála bókarinnar hafi þeir Hemmi ákveðið að skrifa söguna hans eins og hún var og ekki draga neitt undan. „Eina loforðið sem ég tók af honum var að hann myndi segja mér sannleikann. Í niðurlagi bókarinnar brýtur hann samkomulagið,“ segir Orri Páll. Orri segir að þeir hafi ekki verið með neitt samkomulag um að Hemmi gæti, eins og Eiríkur sagði á Facebook-síðu sinni, „delerað“ og réði því á endanum hvað færi í bókina.“ „Við vorum bara með samkomulag um að hann segði mér sannleikann.“ „Þegar Hemmi lést og hans nánustu gerðu sér grein fyrir því að hann hafði ekki sagt þeim allan sannleikann um drykkjuna, kom alveg til greina að sleppa því að skrifa bókina,” segir Orri Páll. „Fjölskylda Hemma, börnin hans sem hafa að sjálfsögðu mest um málið að segja og systkini hans, vildu að bókin yrði skrifuð og kaflinn sem hann sagði ekki frá sjálfur yrði jafnframt sagður. Nánustu vinur Hemma studdu þessa ákvörðun algjörlega og hvöttu til skrifanna,“ segir Orri Páll.Vildi að fólk héldi að hann hefði sigrast á Bakkusi Þegar Hemmi lést í byrjun júní var bókin langt komin. Frásögn Hemma lá að mestu leyti fyrir og Orri Páll var að vinna að því að taka viðtöl við um 30 samferðamenn Hemma sem leggja orð í belg um Hemma og samskipti þeirra við hann. Hemmi sagði sjálfur frá því í bókinni að frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2003 hefði drykkjan verið óveruleg og ekki verið vandamál. „Hann faldi drykkjuna fyrir öllum, hann sagði mér ekki frá henni þó hann hafi lofað að segja mér sannleikann og það hafi verið grundvöllur skrifanna. Það getur vel verið að hann hafi átt eftir að segja frá því,“ segir Orri Páll. „Það sem flækir málin er að nánasta fjölskyldan og bestu vinir hans vissu ekki af drykkjunni fyrir víst. Hemmi ræðir mjög heiðarlega um alkóhólismann sem hann þráði mjög að ná tökum á. Hann hefur væntanlega viljað láta líta út fyrir að honum gengi vel í baráttunni við Bakkus en svo kemur í ljós að það var ekki raunveruleikinn.” „Saga Hemma fjallar að miklu leyti um hvaða áhrif alkahólisminn hafði á líf hans og þegar við fengum upplýsingarnar um tilgang ferða hans til Tælands var í raun ekkert val, við vorum öll sammála um að það yrði að hafa þann hluta líf hans með í sögunni,” segir Orri Páll. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
„Hafi ég skilið þetta rétt hleypir Hemmi honum inn á gafl hjá sér og gerir að trúnaðarmanni sínum á tilteknum forsendum, nefnilega þeim að hann geti delerað en ráði því á endanum hvað fari í bókina,“ skrifar Eiríkur Örn Norðdahl á Facebook síðu sinni. „Og þegar Hemmi deyr virðist Orri einfaldlega endurskrifa samninginn og breyta bókinni í afhjúpun - hann blottar Hemma gegn hans vilja eftir að hafa notið trausts hans. Og það er bara ömurleg hegðun og jafnt þótt kallinn sé dauður,“ skrifar Eiríkur. Eiríkur tók fram í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið hans tilfinning eftir umræður um bókina síðustu daga. En eftir umræður sem spunnust á síðunni í kjölfar ummælanna sé hann ekki viss lengur. Núna langi hann aðallega að kíkja á bókina. Orri Páll Ormarsson, sem skráði sögu Hemma Gunn, segir að eins og rakið sé í formála bókarinnar hafi þeir Hemmi ákveðið að skrifa söguna hans eins og hún var og ekki draga neitt undan. „Eina loforðið sem ég tók af honum var að hann myndi segja mér sannleikann. Í niðurlagi bókarinnar brýtur hann samkomulagið,“ segir Orri Páll. Orri segir að þeir hafi ekki verið með neitt samkomulag um að Hemmi gæti, eins og Eiríkur sagði á Facebook-síðu sinni, „delerað“ og réði því á endanum hvað færi í bókina.“ „Við vorum bara með samkomulag um að hann segði mér sannleikann.“ „Þegar Hemmi lést og hans nánustu gerðu sér grein fyrir því að hann hafði ekki sagt þeim allan sannleikann um drykkjuna, kom alveg til greina að sleppa því að skrifa bókina,” segir Orri Páll. „Fjölskylda Hemma, börnin hans sem hafa að sjálfsögðu mest um málið að segja og systkini hans, vildu að bókin yrði skrifuð og kaflinn sem hann sagði ekki frá sjálfur yrði jafnframt sagður. Nánustu vinur Hemma studdu þessa ákvörðun algjörlega og hvöttu til skrifanna,“ segir Orri Páll.Vildi að fólk héldi að hann hefði sigrast á Bakkusi Þegar Hemmi lést í byrjun júní var bókin langt komin. Frásögn Hemma lá að mestu leyti fyrir og Orri Páll var að vinna að því að taka viðtöl við um 30 samferðamenn Hemma sem leggja orð í belg um Hemma og samskipti þeirra við hann. Hemmi sagði sjálfur frá því í bókinni að frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2003 hefði drykkjan verið óveruleg og ekki verið vandamál. „Hann faldi drykkjuna fyrir öllum, hann sagði mér ekki frá henni þó hann hafi lofað að segja mér sannleikann og það hafi verið grundvöllur skrifanna. Það getur vel verið að hann hafi átt eftir að segja frá því,“ segir Orri Páll. „Það sem flækir málin er að nánasta fjölskyldan og bestu vinir hans vissu ekki af drykkjunni fyrir víst. Hemmi ræðir mjög heiðarlega um alkóhólismann sem hann þráði mjög að ná tökum á. Hann hefur væntanlega viljað láta líta út fyrir að honum gengi vel í baráttunni við Bakkus en svo kemur í ljós að það var ekki raunveruleikinn.” „Saga Hemma fjallar að miklu leyti um hvaða áhrif alkahólisminn hafði á líf hans og þegar við fengum upplýsingarnar um tilgang ferða hans til Tælands var í raun ekkert val, við vorum öll sammála um að það yrði að hafa þann hluta líf hans með í sögunni,” segir Orri Páll.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira