Hugleikur Dagsson: Skriftir eru stanslaus höfuðverkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 11:00 "Við biðum bara þolinmóðir. Komnir yfir tvítugt og bjuggum enn hjá móður okkar, en, nei nei, þau voru alveg að fara.“ Fréttablaðið/Vilhelm Hugleikur Dagsson er mættur á Tíu dropa þegar ég stíg þar inn úr slabbinu. Þormóður bróðir hans birtist stuttu seinna. Öll fáum við okkur kaffi í krúsir hússins þó Hugleikur hafi sínar meiningar um þann drykk og hafi lent í þrætum um hann. „Þegar fólk segir: „Þetta var góður kaffisopi“ segi ég: „Það er ekki rétt. Allt kaffi er vont, það er hræðilegt á bragðið, það kemur vond lykt út úr manni á eftir, en það gerir sitt gagn því það er örvandi og skapar vissa sælutilfinningu.“ Fyrst þegar ég drakk áfengi þá varð ég að pína það ofan í mig en þegar ég drakk það í fimmta skipti þá var heilinn búinn að læra á vímuna. Það sama gildir um kaffið. Hjá mér að minnsta kosti.“Stanslaus höfuðverkur Þormóður starfar á þýðingarstofunni Skjali auk þess að vera söngvari í hljómsveitinni Tilbury. Áður spilaði hann á trommur í hljómsveitunum Skakkamanage, Jeff Who? og Hudson Wayne. Hann er líka búinn að læra umhverfis- og auðlindafræði en kveðst alltaf eiga eftir að skrifa meistararitgerðina sína. „Það er eilífðarverkefni,“ segir hann og kveðst búinn að ákveða efnið nokkrum sinnum. „Ég er alveg búinn að fara í fáeina hringi með það.“ Hugleikur lifir á listinni. Eftir hann liggja ótal bækur með teikningum og sögum. Hann kveðst alltaf vera eitthvað að krota. „Ég er mjög oft með vasabók á mér og ef ég gleymi henni þá nota ég þann pappír sem ég er með, kassanótur og svona. Teikna allt fríhendis en skanna það undantekningarlaust í tölvu og þá er það komið þangað.“ Hann segir brandarana og spýtukarlana koma tiltölulega áreynslulaust, þegar honum detti í hug. „En að skrifa er stanslaus höfuðverkur,“ segir hann. „Ég er að skrifa leikrit, var að skrifa söguna Ógæfu og þættina fyrir RÚV, þetta er eins og að setja saman stærðfræðiformúlu og láta hana ganga upp en hún má samt ekki vera leiðinleg.“ Hugleikur er eigin herra, skyldi hann vera harður húsbóndi? „Nei, en ég geri samninga við forlag eða kvikmyndastúdíó og skilafresturinn er harður húsbóndi. Í ár hef ég verið upptekinn hvern einasta dag. Ég gleymi því alltaf hvað þetta er mikil vinna. Þetta er svipað og ég hef heyrt um konur sem fæða börn með miklum kvölum. Eftir fæðinguna verða einhver efnahvörf sem gera það að verkum að þær gleyma sársaukanum og langar bara fljótlega að skella í annað barn. Ég held það sé svipað og að semja. Það er stórkostleg tilfinning þegar maður fær eigin bók í hendur en að gera hana er bara höfuðverkur og kvíði og andvökunætur.“ Mismunandi er hvenær sólarhringsins Hugleik hentar að skrifa. „Þessa dagana finnst mér best að vakna snemma. Þá er hugurinn ferskur og þorir meiru,“ segir hann. „Það er auðveldast að semja þegar maður er tiltölulega kærulaus, þegar maður slekkur á röddinni innra með sér sem talar fyrir hugsanlegum viðbrögðum annarra. Maður þarf stanslaust að minna sig á að ef eitthvað virkar fyrir mann sjálfan þá virkar það fyrir einhvern annan.“Textagerð í ættinni Þormóður er auðvitað líka að fást við skriftir á þýðingarstofunni. „Hún leggst dálítið í ættir, þessi textagerð,“ útskýrir hann. „Það eru margir í okkar ætt endalaust að skrifa, meðal annars ljóð og skáldsögur.“ Þetta kallar á skýrslu um ætt og uppruna. Þormóður: „Ef við byrjum á mömmu þá heitir hún Ingibjörg Hjartardóttir og er Svarfdælingur, bæði Hafstað og Eldjárn. Hún skrifar ljóð og leikrit. Það var stór fjölskylda sem hún ólst upp í, þau voru sjö systkinin og öll meira og minna í skapandi greinum. Pabbi er austan úr Breiðdal, Dagur Þorleifsson. Hann var blaðamaður. Góður penni líka.“ Hugleikur: „Ég var einmitt að heyra hetjusögur af honum af Þjóðviljanum. Ef heilsíðuauglýsing datt út á síðustu stundu þá var hann látinn skrifa einhverja fréttaskýringu um það sem var í deiglunni þá stundina. Fékk stundum klukkutíma eða minna til þess og hann hristi það fram úr erminni. Hann virðist hafa verið dálítið góður að díla við skilafrestinn.“ Ekki hafði hann Internetið til að hjálpa sér, segi ég og hugsa til blaðamennsku nútímans. „Nei, en kosturinn við það var líka sá að enginn gat gúgglað til að athuga sannleiksgildi fréttarinnar,“ bendir Hugleikur á. Þormóður: „Hann var líka blaðamaður sem fór á vettvang atburða, gekk til dæmis með kúrdískum uppreisnarmönnum um fjöllin og kynnti sér aðstæður þeirra.“ Bræðurnir eiga þrjár hálfsystur. „Pabbi átti fimm börn með fjórum konum,“ útskýrir Þormóður. „Við erum bara tveir albræður sem ólumst upp saman. Systur okkar heita Bryndís, Úlfhildur og Anna. Anna er sænsk og við þekkjum hana minnst en hún er næst okkur í aldri og Bryndís elst.“Betluðu stríðsleikföng Þeir bræður áttu heima í Stokkhólmi í bernsku en fluttu heim þegar Þormóður var fjögurra ára og Hugleikur sex. Hvernig skyldu þeir hafa leikið sér þegar þeir voru litlir? „Við teiknuðum mikið,“ segir Þormóður. „Svo lékum við okkur með Star Wars og He-man sem við betluðum í jóla-og afmælisgjafir með miklum herkjum.“ „Já,“ samsinnir Hugleikur. „Fullorðna fólkið í kring um okkur var svo miklir hippar sem var gott og blessað nema þegar kom að stríðsleikföngum, kókópuffsi og Stöð 2.“ Þormóður: „Við fórum bara til vina okkar að horfa á morgunsjónvarp Stöðvar 2 og fá kókópuffs,“ Áttuð þið aldrei heima í Svarfaðardalnum? Hugleikur: „Mér fannst alltaf að ég hefði hefði átt heima fyrir norðan en það var leiðrétt, við vorum þar bara mikið á sumrin og um jól en bjuggum í Reykjavík, enda gekk ég í Vesturbæjarskólann.“ Þormóður: „Mamma flutti seinna norður með manni sínum, Ragnari skjálfta, það var ekki fyrr en 2000 eða 2001. Þá vorum við orðnir sjálfbjarga.“ Hugleikur: „Já, við byggðum þau í rauninni út. Ég var orðinn 18-19 ára þegar ég heyrði þau fyrst tala um að flytja í dalinn og svo tók það nokkur ár. Við biðum bara þolinmóðir. Komnir yfir tvítugt og bjuggum enn hjá móður okkar, en nei, nei, þau voru alveg að fara.“ Nú eru báðir bræðurnir komnirí sambúð og bera lof á konur sínar sem þeir segja meðal annars mjög góða ráðgjafa. Hugleikur: „Þegar Hrafnhildur Halldórsdóttir gagnrýnir mig þá hlusta ég meira en hún veit. Hún er góð að fatta hluti í mínum verkum sem ég hafði ekki hugmynd um. Svo bendir hún mér á bæði góða og slæma hluti í fari mínu, það er bara gott og blessað.“ Þormóður: „Kærastan mín heitir Sigurbjörg Birgisdóttir og starfar við atvinnuráðgjöf í Hinu húsinu. Ég tek mikið mark á því sem hún segir. Ég er alltaf að brasa í tónlistinni og leyfi henni að heyra lögin þegar þau eru skammt á veg komin, les út úr hennar viðbrögðum og fer eftir því. Sé hvað virkar og hvað ekki. Það kemur að góðu gagni.“ Þegar við stöndum upp frá kaffibollunum og búumst til brottferðar spyr ég þá bræður hvort þeir kunni vel við snjóinn. „Ekki þetta slabb,“ svarar Hugleikur. „Við viljum helst hafa hann þurran eins og í Svarfaðardalnum,“ segir Þormóður. „Hann er þægilegri.“ Hugleikur: „Ég er hrifnastur af vetrinum hvað varðar árstíðirnar. Þá meina ég hávetrinum, þegar veðrið er loksins búið að ákveða sig. Á öllum öðrum tímum er veðrið voða mikið hálfkák.“ Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hugleikur Dagsson er mættur á Tíu dropa þegar ég stíg þar inn úr slabbinu. Þormóður bróðir hans birtist stuttu seinna. Öll fáum við okkur kaffi í krúsir hússins þó Hugleikur hafi sínar meiningar um þann drykk og hafi lent í þrætum um hann. „Þegar fólk segir: „Þetta var góður kaffisopi“ segi ég: „Það er ekki rétt. Allt kaffi er vont, það er hræðilegt á bragðið, það kemur vond lykt út úr manni á eftir, en það gerir sitt gagn því það er örvandi og skapar vissa sælutilfinningu.“ Fyrst þegar ég drakk áfengi þá varð ég að pína það ofan í mig en þegar ég drakk það í fimmta skipti þá var heilinn búinn að læra á vímuna. Það sama gildir um kaffið. Hjá mér að minnsta kosti.“Stanslaus höfuðverkur Þormóður starfar á þýðingarstofunni Skjali auk þess að vera söngvari í hljómsveitinni Tilbury. Áður spilaði hann á trommur í hljómsveitunum Skakkamanage, Jeff Who? og Hudson Wayne. Hann er líka búinn að læra umhverfis- og auðlindafræði en kveðst alltaf eiga eftir að skrifa meistararitgerðina sína. „Það er eilífðarverkefni,“ segir hann og kveðst búinn að ákveða efnið nokkrum sinnum. „Ég er alveg búinn að fara í fáeina hringi með það.“ Hugleikur lifir á listinni. Eftir hann liggja ótal bækur með teikningum og sögum. Hann kveðst alltaf vera eitthvað að krota. „Ég er mjög oft með vasabók á mér og ef ég gleymi henni þá nota ég þann pappír sem ég er með, kassanótur og svona. Teikna allt fríhendis en skanna það undantekningarlaust í tölvu og þá er það komið þangað.“ Hann segir brandarana og spýtukarlana koma tiltölulega áreynslulaust, þegar honum detti í hug. „En að skrifa er stanslaus höfuðverkur,“ segir hann. „Ég er að skrifa leikrit, var að skrifa söguna Ógæfu og þættina fyrir RÚV, þetta er eins og að setja saman stærðfræðiformúlu og láta hana ganga upp en hún má samt ekki vera leiðinleg.“ Hugleikur er eigin herra, skyldi hann vera harður húsbóndi? „Nei, en ég geri samninga við forlag eða kvikmyndastúdíó og skilafresturinn er harður húsbóndi. Í ár hef ég verið upptekinn hvern einasta dag. Ég gleymi því alltaf hvað þetta er mikil vinna. Þetta er svipað og ég hef heyrt um konur sem fæða börn með miklum kvölum. Eftir fæðinguna verða einhver efnahvörf sem gera það að verkum að þær gleyma sársaukanum og langar bara fljótlega að skella í annað barn. Ég held það sé svipað og að semja. Það er stórkostleg tilfinning þegar maður fær eigin bók í hendur en að gera hana er bara höfuðverkur og kvíði og andvökunætur.“ Mismunandi er hvenær sólarhringsins Hugleik hentar að skrifa. „Þessa dagana finnst mér best að vakna snemma. Þá er hugurinn ferskur og þorir meiru,“ segir hann. „Það er auðveldast að semja þegar maður er tiltölulega kærulaus, þegar maður slekkur á röddinni innra með sér sem talar fyrir hugsanlegum viðbrögðum annarra. Maður þarf stanslaust að minna sig á að ef eitthvað virkar fyrir mann sjálfan þá virkar það fyrir einhvern annan.“Textagerð í ættinni Þormóður er auðvitað líka að fást við skriftir á þýðingarstofunni. „Hún leggst dálítið í ættir, þessi textagerð,“ útskýrir hann. „Það eru margir í okkar ætt endalaust að skrifa, meðal annars ljóð og skáldsögur.“ Þetta kallar á skýrslu um ætt og uppruna. Þormóður: „Ef við byrjum á mömmu þá heitir hún Ingibjörg Hjartardóttir og er Svarfdælingur, bæði Hafstað og Eldjárn. Hún skrifar ljóð og leikrit. Það var stór fjölskylda sem hún ólst upp í, þau voru sjö systkinin og öll meira og minna í skapandi greinum. Pabbi er austan úr Breiðdal, Dagur Þorleifsson. Hann var blaðamaður. Góður penni líka.“ Hugleikur: „Ég var einmitt að heyra hetjusögur af honum af Þjóðviljanum. Ef heilsíðuauglýsing datt út á síðustu stundu þá var hann látinn skrifa einhverja fréttaskýringu um það sem var í deiglunni þá stundina. Fékk stundum klukkutíma eða minna til þess og hann hristi það fram úr erminni. Hann virðist hafa verið dálítið góður að díla við skilafrestinn.“ Ekki hafði hann Internetið til að hjálpa sér, segi ég og hugsa til blaðamennsku nútímans. „Nei, en kosturinn við það var líka sá að enginn gat gúgglað til að athuga sannleiksgildi fréttarinnar,“ bendir Hugleikur á. Þormóður: „Hann var líka blaðamaður sem fór á vettvang atburða, gekk til dæmis með kúrdískum uppreisnarmönnum um fjöllin og kynnti sér aðstæður þeirra.“ Bræðurnir eiga þrjár hálfsystur. „Pabbi átti fimm börn með fjórum konum,“ útskýrir Þormóður. „Við erum bara tveir albræður sem ólumst upp saman. Systur okkar heita Bryndís, Úlfhildur og Anna. Anna er sænsk og við þekkjum hana minnst en hún er næst okkur í aldri og Bryndís elst.“Betluðu stríðsleikföng Þeir bræður áttu heima í Stokkhólmi í bernsku en fluttu heim þegar Þormóður var fjögurra ára og Hugleikur sex. Hvernig skyldu þeir hafa leikið sér þegar þeir voru litlir? „Við teiknuðum mikið,“ segir Þormóður. „Svo lékum við okkur með Star Wars og He-man sem við betluðum í jóla-og afmælisgjafir með miklum herkjum.“ „Já,“ samsinnir Hugleikur. „Fullorðna fólkið í kring um okkur var svo miklir hippar sem var gott og blessað nema þegar kom að stríðsleikföngum, kókópuffsi og Stöð 2.“ Þormóður: „Við fórum bara til vina okkar að horfa á morgunsjónvarp Stöðvar 2 og fá kókópuffs,“ Áttuð þið aldrei heima í Svarfaðardalnum? Hugleikur: „Mér fannst alltaf að ég hefði hefði átt heima fyrir norðan en það var leiðrétt, við vorum þar bara mikið á sumrin og um jól en bjuggum í Reykjavík, enda gekk ég í Vesturbæjarskólann.“ Þormóður: „Mamma flutti seinna norður með manni sínum, Ragnari skjálfta, það var ekki fyrr en 2000 eða 2001. Þá vorum við orðnir sjálfbjarga.“ Hugleikur: „Já, við byggðum þau í rauninni út. Ég var orðinn 18-19 ára þegar ég heyrði þau fyrst tala um að flytja í dalinn og svo tók það nokkur ár. Við biðum bara þolinmóðir. Komnir yfir tvítugt og bjuggum enn hjá móður okkar, en nei, nei, þau voru alveg að fara.“ Nú eru báðir bræðurnir komnirí sambúð og bera lof á konur sínar sem þeir segja meðal annars mjög góða ráðgjafa. Hugleikur: „Þegar Hrafnhildur Halldórsdóttir gagnrýnir mig þá hlusta ég meira en hún veit. Hún er góð að fatta hluti í mínum verkum sem ég hafði ekki hugmynd um. Svo bendir hún mér á bæði góða og slæma hluti í fari mínu, það er bara gott og blessað.“ Þormóður: „Kærastan mín heitir Sigurbjörg Birgisdóttir og starfar við atvinnuráðgjöf í Hinu húsinu. Ég tek mikið mark á því sem hún segir. Ég er alltaf að brasa í tónlistinni og leyfi henni að heyra lögin þegar þau eru skammt á veg komin, les út úr hennar viðbrögðum og fer eftir því. Sé hvað virkar og hvað ekki. Það kemur að góðu gagni.“ Þegar við stöndum upp frá kaffibollunum og búumst til brottferðar spyr ég þá bræður hvort þeir kunni vel við snjóinn. „Ekki þetta slabb,“ svarar Hugleikur. „Við viljum helst hafa hann þurran eins og í Svarfaðardalnum,“ segir Þormóður. „Hann er þægilegri.“ Hugleikur: „Ég er hrifnastur af vetrinum hvað varðar árstíðirnar. Þá meina ég hávetrinum, þegar veðrið er loksins búið að ákveða sig. Á öllum öðrum tímum er veðrið voða mikið hálfkák.“
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira