Vilja reisa minnisvarða um þá sem fórust á Sri Lanka Freyr Bjarnason og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2013 12:00 Flugstjórinn Harald Snæhólm var einn þeirra fimm Íslendinga sem lifðu slysið af. Mynd/Vilhelm Eins og Vísir fjallaði um í gær eru 35 liðin frá því að Leifur Eiríksson, DC-8-þota Flugleiða, brotlenti í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Srí Lanka. Um er að ræða mannskæðasta slys íslenskrar flugsögu, en 183 fórust, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða. Flugstjórinn Harald Snæhólm, sem er 74 ára, var einn þeirra fimm Íslendinga sem lifðu slysið af. Hann flaug sem farþegi og sat aftast í eldhúsi flugvélarinnar þegar slysið varð. „Ég slasaðist mikið. Ég man að lungun lögðust saman, bakið fjórbrotnaði og hausinn á mér var allur skorinn í sundur,“ rifjar Harald upp fyrir blaðamann. „Stélið fór niður og það kom mikill hvellur. Svo rankaði ég ekki við mér fyrr en 100 til 200 metra frá flugvélinni með stórt pálmatré yfir brjóstinu á mér og ég gat ekki hreyft mig, var alveg pikkfastur. Vélin sprakk og ég hélt ég myndi brenna lifandi. En ég gat grafið undan bakinu á mér með höndunum þannig að ég gat ýtt mér undan trénu. Þannig skreið ég í burtu og tveir innfæddir fundu mig og drösluðu mér á spítala. Þetta var bara Guð og lukkan.“ Harald bætir við að öll deyfilyf hafi verið búin. „Þegar andlitið á mér var saumað saman héldu þeir mér niðri, Dagfinnur Stefánsson og Einar Guðlaugsson, sem voru í áhöfninni sem átti að taka við af okkur.“Brak Leifs Eiríkssonar, þotunnar sem fórst.Fékk enga áfallahjálp Eftir að Harald var gróinn sára sinna sneri hann aftur til starfa sem flugstjóri þrátt fyrir þessa ógurlegu lífsreynslu. Það gerðu einnig hinir fjórir eftirlifendurnir og áttu þau eftir að fljúga margoft saman. „Ég var settur í þjálfun aftur og svo byrjaði þetta smám saman að koma. Þetta var andskoti erfitt en það var annaðhvort að takast á við þetta eða finna sér aðra vinnu.“ Harald fékk enga áfallahjálp frekar en aðrir sem lentu í slysinu en segir það hafa hjálpað sér mikið að tala við aðra flugmenn um það sem gerðist. „Þeir voru alltaf að spyrja mig og ég var alltaf að kjafta. Þá losar maður um þetta. Ég hef fengið hálfgerða hjálp þannig.“ Þegar Útkalls-bók Óttars Sveinssonar um slysið kom út árið 2006 hitti Harald í fyrsta sinn ættingja þeirra sem fórust í slysinu. „Það var mjög þægileg og góð stund.“ Aðspurður segist hann hafa áhuga á að fara aftur til Srí Lanka og setja þar upp minnisvarða að heiman. „Það fyndist mér réttlætanlegt. Ég held að við værum öll tilbúin til að gera það.“Ásta B. Hauksdóttir var fimmtán ára þegar faðir hennar, flugstjórinn Haukur Hervinsson, fórst í flugslysinu.mynd/gvaÆtlaði aldrei aftur í flugvélÁsta B. Hauksdóttir var fimmtán ára þegar faðir hennar, flugstjórinn Haukur Hervinsson, fórst í flugslysinu. „Slysið verður sex um kvöld að íslenskum tíma en þetta er ekkert eins og núna. Þú værir búinn að vita þetta eftir eina mínútu. Ég man að presturinn kom heim morguninn eftir klukkan sjö og bankaði upp á með hempuna og hringdi dyrabjöllunni. Mamma fór og kíkti út um lítinn glugga í betra anddyrinu og sá þennan mann. Þá vorum við kallaðar fram systurnar,“ segir Ásta. „Okkur var sagt að vélin hefði farist í flugtaki, en hún fórst í aðflugi. Allar upplýsingar voru rangar en boðleiðirnar voru aðrar á þeim tíma. Það var enginn sem fékk áfallahjálp. Ég er fimmtug í dag og er enn þá að glíma við þetta. Ég hef unnið með sjálfa mig en maður er fullorðin kona í dag og þetta "markerar" mann alveg fyrir lífstíð.“ Þrátt fyrir slysið hræðilega ákvað Ásta fimm árum síðar að "fara í flugið" eins og hún kallar það. Hún starfaði sem flugfreyja í mörg ár og lærði síðan flugrekstrarfræði. Aðspurð segir hún slysið ekki hafa dregið úr sér kjarkinn. „Þegar slysið varð sagði ég að ég ætlaði aldrei að fara í flugvél aftur. Svo bara var ég með þessa bakteríu í blóðinu og þetta átti hug minn allan.“ Hún bætir við að íslenskir flugmenn séu tvímælalaust þeir bestu í heimi. Í fluginu kynntist hún einmitt vel þeim sem lifðu slysið af og hefur hún verið í góðu sambandi við marga þeirra í gegnum árin. Þess má geta að Ásta á þrjár dætur og er ein þeirra, sem er sextán ára, harðákveðin í að verða flugmaður. Ásta bjó í útlöndum í tíu ár en flutti aftur heim til Íslands í vor. Síðan þá hefur hún átt í viðræðum við Icelandair um að reistur verði minnisvarði um þá sem fórust. Hún hefur einnig áhuga á að stofna minningarsjóð sem yrði veitt úr einu sinni á ári, 15. nóvember. Henni finnst mikilvægt að eftirlifendur slyssins og ættingjar þeirra sem fórust haldi hópinn meira. „Það þarf einhvern til að taka það frumkvæði og ég hugsa að ég geri það. Ég gekk með það í maganum að við myndum fara ferð til Srí Lanka. Einhverjir hafa tekið vel í það og svo þarf bara að framkvæma þetta.“ Tengdar fréttir 35 ár liðin frá mannskæðasta flugslysi íslenskrar flugsögu Leifur Eiríksson, þota Flugleiða, fórst þann 15. nóvember 1978 í aðflugi á Sri Lanka. 183 létu lífið, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða. 15. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um í gær eru 35 liðin frá því að Leifur Eiríksson, DC-8-þota Flugleiða, brotlenti í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Srí Lanka. Um er að ræða mannskæðasta slys íslenskrar flugsögu, en 183 fórust, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða. Flugstjórinn Harald Snæhólm, sem er 74 ára, var einn þeirra fimm Íslendinga sem lifðu slysið af. Hann flaug sem farþegi og sat aftast í eldhúsi flugvélarinnar þegar slysið varð. „Ég slasaðist mikið. Ég man að lungun lögðust saman, bakið fjórbrotnaði og hausinn á mér var allur skorinn í sundur,“ rifjar Harald upp fyrir blaðamann. „Stélið fór niður og það kom mikill hvellur. Svo rankaði ég ekki við mér fyrr en 100 til 200 metra frá flugvélinni með stórt pálmatré yfir brjóstinu á mér og ég gat ekki hreyft mig, var alveg pikkfastur. Vélin sprakk og ég hélt ég myndi brenna lifandi. En ég gat grafið undan bakinu á mér með höndunum þannig að ég gat ýtt mér undan trénu. Þannig skreið ég í burtu og tveir innfæddir fundu mig og drösluðu mér á spítala. Þetta var bara Guð og lukkan.“ Harald bætir við að öll deyfilyf hafi verið búin. „Þegar andlitið á mér var saumað saman héldu þeir mér niðri, Dagfinnur Stefánsson og Einar Guðlaugsson, sem voru í áhöfninni sem átti að taka við af okkur.“Brak Leifs Eiríkssonar, þotunnar sem fórst.Fékk enga áfallahjálp Eftir að Harald var gróinn sára sinna sneri hann aftur til starfa sem flugstjóri þrátt fyrir þessa ógurlegu lífsreynslu. Það gerðu einnig hinir fjórir eftirlifendurnir og áttu þau eftir að fljúga margoft saman. „Ég var settur í þjálfun aftur og svo byrjaði þetta smám saman að koma. Þetta var andskoti erfitt en það var annaðhvort að takast á við þetta eða finna sér aðra vinnu.“ Harald fékk enga áfallahjálp frekar en aðrir sem lentu í slysinu en segir það hafa hjálpað sér mikið að tala við aðra flugmenn um það sem gerðist. „Þeir voru alltaf að spyrja mig og ég var alltaf að kjafta. Þá losar maður um þetta. Ég hef fengið hálfgerða hjálp þannig.“ Þegar Útkalls-bók Óttars Sveinssonar um slysið kom út árið 2006 hitti Harald í fyrsta sinn ættingja þeirra sem fórust í slysinu. „Það var mjög þægileg og góð stund.“ Aðspurður segist hann hafa áhuga á að fara aftur til Srí Lanka og setja þar upp minnisvarða að heiman. „Það fyndist mér réttlætanlegt. Ég held að við værum öll tilbúin til að gera það.“Ásta B. Hauksdóttir var fimmtán ára þegar faðir hennar, flugstjórinn Haukur Hervinsson, fórst í flugslysinu.mynd/gvaÆtlaði aldrei aftur í flugvélÁsta B. Hauksdóttir var fimmtán ára þegar faðir hennar, flugstjórinn Haukur Hervinsson, fórst í flugslysinu. „Slysið verður sex um kvöld að íslenskum tíma en þetta er ekkert eins og núna. Þú værir búinn að vita þetta eftir eina mínútu. Ég man að presturinn kom heim morguninn eftir klukkan sjö og bankaði upp á með hempuna og hringdi dyrabjöllunni. Mamma fór og kíkti út um lítinn glugga í betra anddyrinu og sá þennan mann. Þá vorum við kallaðar fram systurnar,“ segir Ásta. „Okkur var sagt að vélin hefði farist í flugtaki, en hún fórst í aðflugi. Allar upplýsingar voru rangar en boðleiðirnar voru aðrar á þeim tíma. Það var enginn sem fékk áfallahjálp. Ég er fimmtug í dag og er enn þá að glíma við þetta. Ég hef unnið með sjálfa mig en maður er fullorðin kona í dag og þetta "markerar" mann alveg fyrir lífstíð.“ Þrátt fyrir slysið hræðilega ákvað Ásta fimm árum síðar að "fara í flugið" eins og hún kallar það. Hún starfaði sem flugfreyja í mörg ár og lærði síðan flugrekstrarfræði. Aðspurð segir hún slysið ekki hafa dregið úr sér kjarkinn. „Þegar slysið varð sagði ég að ég ætlaði aldrei að fara í flugvél aftur. Svo bara var ég með þessa bakteríu í blóðinu og þetta átti hug minn allan.“ Hún bætir við að íslenskir flugmenn séu tvímælalaust þeir bestu í heimi. Í fluginu kynntist hún einmitt vel þeim sem lifðu slysið af og hefur hún verið í góðu sambandi við marga þeirra í gegnum árin. Þess má geta að Ásta á þrjár dætur og er ein þeirra, sem er sextán ára, harðákveðin í að verða flugmaður. Ásta bjó í útlöndum í tíu ár en flutti aftur heim til Íslands í vor. Síðan þá hefur hún átt í viðræðum við Icelandair um að reistur verði minnisvarði um þá sem fórust. Hún hefur einnig áhuga á að stofna minningarsjóð sem yrði veitt úr einu sinni á ári, 15. nóvember. Henni finnst mikilvægt að eftirlifendur slyssins og ættingjar þeirra sem fórust haldi hópinn meira. „Það þarf einhvern til að taka það frumkvæði og ég hugsa að ég geri það. Ég gekk með það í maganum að við myndum fara ferð til Srí Lanka. Einhverjir hafa tekið vel í það og svo þarf bara að framkvæma þetta.“
Tengdar fréttir 35 ár liðin frá mannskæðasta flugslysi íslenskrar flugsögu Leifur Eiríksson, þota Flugleiða, fórst þann 15. nóvember 1978 í aðflugi á Sri Lanka. 183 létu lífið, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða. 15. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
35 ár liðin frá mannskæðasta flugslysi íslenskrar flugsögu Leifur Eiríksson, þota Flugleiða, fórst þann 15. nóvember 1978 í aðflugi á Sri Lanka. 183 létu lífið, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða. 15. nóvember 2013 06:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent