Öll börn eiga rétt á móðurmáli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 07:00 Renata Pesková Emilsson og sonur hennar, Jóhannes Guðmundsson, tala alltaf saman á tékknesku. Hún segir móðurmálið vera undirstöðu fyrir aðra tungumálakennslu. Fréttablaðið/Vilhelm „Börn sem fá ekki móðurmálskennslu fá ekki jöfn tækifæri í námi,“ segir Renata Pesková Emilsson, formaður Móðurmáls, samtaka um tvítyngi á Íslandi og doktorsnemi í móðurmálskennslu og tvítyngi. Móðurmál barna af erlendum uppruna er ekki kennt í íslensku menntakerfi. Ýmsir þjóðernishópar hafa tekið sig saman og bjóða upp á móðurmálskennslu fyrir börnin um helgar en það starf er unnið í sjálfboðavinnu og ekki samkvæmt samræmdri námsáætlun. Renata segir móðurmálskennsluna þurfa að vera lögbundna í skólum með námsskrá og viðurkenndum kennurum til að öll börn af erlendum uppruna geti haldið í við íslensk börn í námi. „Auðvitað er ábyrgðin í höndum foreldranna en stundum er erfitt að sannfæra þá um þörfina fyrir móðurmálskennslu. Aðrir foreldrar hafa hreinlega ekki tíma til eða færi á að styðja börnin sín í námi. Enn aðrir tala ekki móðurmálið við börnin sín og því ná börnin aldrei almennilegum tökum á nokkru tungumáli. Barnið þarf að kunna að skrifa, greina móðurmálið og nota á skapandi hátt. Sá orðaforði sem barn býr yfir hefur bein áhrif á námsárangur í framtíðinni og skapar mikilvægan grunn til að læra nýtt tungumál,“ segir Renata og bendir á að þessir foreldrar þurfi stuðning frá menntakerfinu. Rannsóknir sýna að eftir því sem barn hefur betri tök á móðurmálinu, því betur gengur því að læra nýtt tungumál. Renata kemur sjálf frá Tékklandi og talar alltaf tékknesku við son sinn þegar þau eru tvö saman. Hann er fæddur á Íslandi og talar bæði íslensku og tékknesku. Renata segir mun erfiðara fyrir börn að flytja til Íslands á grunnskólaaldri og missa tengslin við móðurmálið en um leið þurfa að læra nýtt tungumál frá grunni. „Ef við tökum móðurmálið af börnunum og segjum að það skipti ekki máli, hvaða skilaboð erum við að senda þeim? Þetta eru rætur barnsins, menningararfur, sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfsmynd þess. Svo er sagt að barn sé mállaust ef það talar ekki íslensku, til dæmis í skólanum. En það er ekki rétt. Það á heilt móðurmál til að nota.“Tvítyngi er fjársjóður fyrir samfélagið Íslensk málnefnd hefur ályktað um stöðu íslenskrar tungu í tilefni dags íslenskrar tungu. Nefndin beinir sjónum sínum að íslensku sem öðru máli og þá einkum að börnum af erlendum uppruna og skólastarfi. Í ályktun frá nefndinni kemur fram að fjöldi barna með innflytjendabakgrunn hafi margfaldast á örfáum árum, þau börn fari síður í framhaldsnám og ljóst sé að skólakerfið standi frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum. „Ég hef heyrt um hálftyngd börn sem eru veik í bæði móðurmáli og íslensku. Eru hreinlega ekki með tungumál til að tileinka sér flókna hugsun,“ segir Sigríður Þorvaldsdóttir, fulltrúi í íslenskri málnefnd og aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. „Skólakerfið þarf að bregðast við þessum nýju aðstæðum.“ Sigríður segir tungumálið vera í höndum barnanna og því mikilvægt að vekja athygli á málinu. Hún segir tungumálastöðu barna af erlendum uppruna vera áhyggjuefni og nú sé tækifærið til að skoða þessi mál og lagfæra. „Það þarf að efla þessi börn. Það er mikill fjársjóður að hafa tvítyngda einstaklinga í samfélaginu og fá öll þessi tungumál. Annars ölum við upp nýja stétt fólks, útlendinga sem komast aldrei almennilega inn í samfélagið og fá aldrei sömu tækifæri. Þarna skiptir tungumálið höfuðmáli ásamt virðingu, skilningi og umburðarlyndi.“ Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Börn sem fá ekki móðurmálskennslu fá ekki jöfn tækifæri í námi,“ segir Renata Pesková Emilsson, formaður Móðurmáls, samtaka um tvítyngi á Íslandi og doktorsnemi í móðurmálskennslu og tvítyngi. Móðurmál barna af erlendum uppruna er ekki kennt í íslensku menntakerfi. Ýmsir þjóðernishópar hafa tekið sig saman og bjóða upp á móðurmálskennslu fyrir börnin um helgar en það starf er unnið í sjálfboðavinnu og ekki samkvæmt samræmdri námsáætlun. Renata segir móðurmálskennsluna þurfa að vera lögbundna í skólum með námsskrá og viðurkenndum kennurum til að öll börn af erlendum uppruna geti haldið í við íslensk börn í námi. „Auðvitað er ábyrgðin í höndum foreldranna en stundum er erfitt að sannfæra þá um þörfina fyrir móðurmálskennslu. Aðrir foreldrar hafa hreinlega ekki tíma til eða færi á að styðja börnin sín í námi. Enn aðrir tala ekki móðurmálið við börnin sín og því ná börnin aldrei almennilegum tökum á nokkru tungumáli. Barnið þarf að kunna að skrifa, greina móðurmálið og nota á skapandi hátt. Sá orðaforði sem barn býr yfir hefur bein áhrif á námsárangur í framtíðinni og skapar mikilvægan grunn til að læra nýtt tungumál,“ segir Renata og bendir á að þessir foreldrar þurfi stuðning frá menntakerfinu. Rannsóknir sýna að eftir því sem barn hefur betri tök á móðurmálinu, því betur gengur því að læra nýtt tungumál. Renata kemur sjálf frá Tékklandi og talar alltaf tékknesku við son sinn þegar þau eru tvö saman. Hann er fæddur á Íslandi og talar bæði íslensku og tékknesku. Renata segir mun erfiðara fyrir börn að flytja til Íslands á grunnskólaaldri og missa tengslin við móðurmálið en um leið þurfa að læra nýtt tungumál frá grunni. „Ef við tökum móðurmálið af börnunum og segjum að það skipti ekki máli, hvaða skilaboð erum við að senda þeim? Þetta eru rætur barnsins, menningararfur, sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfsmynd þess. Svo er sagt að barn sé mállaust ef það talar ekki íslensku, til dæmis í skólanum. En það er ekki rétt. Það á heilt móðurmál til að nota.“Tvítyngi er fjársjóður fyrir samfélagið Íslensk málnefnd hefur ályktað um stöðu íslenskrar tungu í tilefni dags íslenskrar tungu. Nefndin beinir sjónum sínum að íslensku sem öðru máli og þá einkum að börnum af erlendum uppruna og skólastarfi. Í ályktun frá nefndinni kemur fram að fjöldi barna með innflytjendabakgrunn hafi margfaldast á örfáum árum, þau börn fari síður í framhaldsnám og ljóst sé að skólakerfið standi frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum. „Ég hef heyrt um hálftyngd börn sem eru veik í bæði móðurmáli og íslensku. Eru hreinlega ekki með tungumál til að tileinka sér flókna hugsun,“ segir Sigríður Þorvaldsdóttir, fulltrúi í íslenskri málnefnd og aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. „Skólakerfið þarf að bregðast við þessum nýju aðstæðum.“ Sigríður segir tungumálið vera í höndum barnanna og því mikilvægt að vekja athygli á málinu. Hún segir tungumálastöðu barna af erlendum uppruna vera áhyggjuefni og nú sé tækifærið til að skoða þessi mál og lagfæra. „Það þarf að efla þessi börn. Það er mikill fjársjóður að hafa tvítyngda einstaklinga í samfélaginu og fá öll þessi tungumál. Annars ölum við upp nýja stétt fólks, útlendinga sem komast aldrei almennilega inn í samfélagið og fá aldrei sömu tækifæri. Þarna skiptir tungumálið höfuðmáli ásamt virðingu, skilningi og umburðarlyndi.“
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira