Innlent

Vildu kanna viðbrögð barna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur Sigurðsson
Tveir ungir menn voru handteknir á Akureyri í dag eftir að þeir höfðu fjórum sinnum reynt að tæla átta til tíu ára gömul börn upp í bifreið sína. Ekkert barnanna fór þó upp í bílinn, en tvær stúlkur sem drengirnir töluðu við gáfu upp númer bifreiðarinnar.

Ekki er talið að tilgangur drengjanna hafi verið saknæmur. „Þeir voru að kanna viðbrögð barnanna. Þetta var kjánaskapur og þeir sjá verulega eftir þessu,“ segir Sigurður Sigurðsson varðstjóri. Málið telst afgreitt af lögreglunni.

Vegna ungs aldurs drengjanna sem voru handteknir var barnarverndaryfirvöldum gert viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×