Fleiri fréttir Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14.1.2013 14:05 Sjálfstæðir Halldórar gagnrýna skáldsögu Hallgríms harðlega Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum. 14.1.2013 13:49 Rammaáætlun samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í dag. Alls greiddi 36 þingmenn atkvæði með tillögunni en 21 var á móti. Þetta er fyrsti starfsdagur þingsins eftir áramót. Umræða um rammaáætlunina fór fram fyrir jól en samkvæmt samkomulagi sem gert var, til þess að þingmenn gætu farið í jólaleyfi, var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um málið þangað til í dag. 14.1.2013 12:59 Sérstakur saksóknari vill Styrmi í minnst þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari krefst 3 til 4 ára fangelsis yfir Styrmi Þór Bragasyni sem ákærður er fyrir umboðssvik vegna svokallaðarar Exeterfléttu, auk sex mánaða til viðbótar, vegna þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. 14.1.2013 12:06 Slökkt á MSN eftir tvo mánuði Samskiptaforrit Microsoft, Windows Live Messenger, verður ekki aðgengilegt frá og með 15. mars næstkomandi. 14.1.2013 12:06 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14.1.2013 11:54 Össur ánægður með ákvörðunina "Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 14.1.2013 10:48 Hægt á aðildarviðræðum við ESB Hægt verður á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var í ríkisstjórninni í morgun. 14.1.2013 10:29 Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. 14.1.2013 10:15 Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14.1.2013 10:00 Ríkisstjórnin boðar tíðindi af ESB-aðildarviðræðum Boðað hefur verið að fréttatilkynning verði send frá ríkisstjórninni nú fyrir hádegi en ástæðan mun vera gangur mála varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í morgun til að ræða fyrirkomulag aðildarviðræðnanna fram að kosningum, eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Málið hefur verið rætt á meðal ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna. 14.1.2013 09:51 David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. 14.1.2013 09:36 Krafði fleiri en einn um greiðslur fyrir sömu fundina Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. 14.1.2013 09:19 Fengu ný gögn í Geirfinnsmálinu Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. 14.1.2013 09:18 Tyrkneskir tölvuþrjótar loka heimasíðu Vífilfells Heimasíða Vífilfells liggur nú niðri eftir að hópur af tyrkneskum tölvuþrjótum réðist á hana í morgun. 14.1.2013 09:04 Bílvelta truflar umferð um Kolgrafarfjörð Önnur akreinin á veginum um Kolgrafarfjörð er nú lokuð vegna þess að þar valt flutningabíll með aftanívagni í morgun. 14.1.2013 08:55 Helstu leiðtogar Venesúela aftur komnir til Kúbu Helstu leiðtogar Venesúela eru aftur komnir til Havana á Kúbu þar sem Hugo Chavez forseti landsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir krabbameinsaðgerð. 14.1.2013 07:24 Aðgengilegri sjónvarpsdagskrá Tímaflakk kallast nýjung hjá Símanum, en með því verður hægt að horfa á sjónvarpsefni hvenær sem er innan sólarhrings frá því að efnið var fyrst sýnt. Öll heimili sem tengjast sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að flakkinu. Áætlað er að kerfið verði aðgengilegt flestum um miðjan mánuðinn 14.1.2013 07:00 Góð loðnuveiði alla helgina Góð loðnuveiði hefur verið alla helgina í góðu sjóveðri austur af Héraðsflóa. Beitir er til dæmis á landleið með 14 hundruð tonn eftir aðeins 14 klukkustunda viðveru á miðunum. 14.1.2013 06:35 Segir hreinsun Kolgrafarfjarðar ekki á ábyrgð landeigenda Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur útilokað að ábyrgð og kostnaður vegna hreinsunar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu, að því er segir i ályktun bæjarstjórnarinnar. 14.1.2013 06:32 Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemdur saman til fundar klukkan hálf ellefu, að loknu jólaleyfi þingmanna. Fyrsta mál á dagskrá verður vernd og orkunýting landssvæða, eða svonefnd rammaáætlun. 14.1.2013 06:30 Hálka veldur mörgum umferðaróhöppum Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands um helgina vegna ísingar og hálku, en engin alvarleg slys urðu. Eignatjón var hinsvegar mikið. 14.1.2013 06:29 Gífurlegur harmleikur í uppsiglingu í Sýrlandi Rauði krossin segir að gífurlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu í Mið Austurlöndum vegna stríðsins í Sýrlandi. 14.1.2013 06:24 Segir hernaðaríhlutun Frakka í Malí vera skammvinna Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí verði skammvinn og sé aðeins til þess að koma í veg fyrir að herskáir íslamistar nái völdum í landinu. 14.1.2013 06:22 Ætla að prenta nýjar sjóferðabækur Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka. 14.1.2013 06:20 Óvinsældir Helle Thorning Schmidt hafa aldrei verið meiri Danir eru greinilega mjög óánægðir með störf Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 14.1.2013 06:11 Spielberg hlaut aðeins ein Golden Globe verðlaun Leikstjórinn Steven Spielberg reið ekki feitum hesti frá Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en mynd hans Lincoln hlaut aðeins ein verðlaun. 14.1.2013 06:09 Hægir á viðræðum við ESB Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) fram yfir kosningar. Fundað hefur verið um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. 14.1.2013 06:00 Fjögur vilja með í 4G-uppboð Fjögur fyrirtæki munu taka þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, einnig kallað 4G. Þau fyrirtæki sem tilkynntu þátttöku eru 365 miðlar, Síminn, Fjarskipti (Vodafone) og Nova. PFS hefur frest fram til 25. janúar til að fara yfir þátttökubeiðnirnar áður en uppboðið sjálft hefst hinn 11. febrúar. 14.1.2013 06:00 5.000 manns í Bláfjöllum í gær Fjölmenni var í Bláfjöllum í gær, þar sem bæði veður og færi voru með besta móti. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að framan af degi hefði gengið á með éljum en upp úr klukkan tvö hefði brostið á með blíðu. Rúmlega fimm þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið. "Færið var æðislegt. Nýfallinn snjór ofan á troðnu, sem hentar öllum, bæði fólki á brettum og skíðum.“ 14.1.2013 06:00 Kristján L. Möller með góðkynja æxli „Kæru vinir. Fyrir ári síðan greindist ég með góðkynja æxli í skeifugörn sem þurfti að fjarlægja," skrifar Kristján L. Möller, þingmaður og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook. 13.1.2013 20:13 Vetrarparadísin Ísland að skila árangri Tæplega hundrað og áttatíu þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland síðastliðið haust og fjölgaði þeim um fjörutíu þúsund milli ára. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir að aukin landkynning erlendis sé byrjuð að skila árangri. 13.1.2013 19:46 Kosið um rammaáætlun á morgun Ellefu breytingartillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi við tilllögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Atkvæðagreiðsla fer fram á Alþingi á morgun en skiptar skoðanir eru um málið innan stjórnarflokkanna. 13.1.2013 19:38 Andstæðingarnir búa sjálfir í manngerðasta umhverfinu "Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. 13.1.2013 19:30 Þriggja sætaraða Volkswagen Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. 13.1.2013 18:47 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13.1.2013 18:28 Önnur hópnauðgun í Indlandi Lögreglan í Punjab-héraði í Indlandi hefur handtekið sex karlmenn í tengslum við hópnauðgun sem átti sér stað í rútu í gær. 13.1.2013 16:42 Minntust þeirra sem létust í strandi Costa Concordia Eitt ár er liðið frá því að ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan strönd Toscana á vesturströnd Ítalíu. 13.1.2013 15:50 Almennir borgarar féllu í árás franska hersins Talið er að að átta almennir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum franskra sérsveita í suðurhluta Sómalíu í gær. 13.1.2013 14:38 Starfsfólk og sundlaugagestir komu manni til bjargar Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur kom manni til bjargar um hádegisbil í dag. Sundlaugagestir komu auga á manninn en hann lá þá öfugur í heita pottinum. 13.1.2013 14:09 Björn mun ekki nýta sér ákvæði um framlengingu uppsagnarfrests - "viljum ekki auka á óvissuna“ Uppsagnir hjúkrunarfræðinga við Landspítala taka í gildi þann 1. mars næstkomandi. Hátt í 20 prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum hafa sagt upp störfum. 13.1.2013 13:35 Neyðarástandi lýst yfir í New York-fylki Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-fylki í Bankaríkjunum vegna inflúensufaraldurs, sem er sérlega alvarlegur í ár. 13.1.2013 12:50 Jón Ásgeir fjárfestir fyrir hundruð milljóna á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt hlut í fyrirtækinu Muddy Boots Real Foods. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Sunday Telegraph. Þar segir að Jón Ásgeir hafi keypt um fjórðungshlut í fyrirtækinu og að fjárfestingin nemi nokkrum milljónum sterlingspunda, eða nokkur hundruð milljónum íslenskra króna. 13.1.2013 11:11 Lækkar bensínið í ár? Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. 13.1.2013 11:00 Ölvuð ungmenni óku á grindverk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku. 13.1.2013 09:34 Sjá næstu 50 fréttir
Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14.1.2013 14:05
Sjálfstæðir Halldórar gagnrýna skáldsögu Hallgríms harðlega Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum. 14.1.2013 13:49
Rammaáætlun samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í dag. Alls greiddi 36 þingmenn atkvæði með tillögunni en 21 var á móti. Þetta er fyrsti starfsdagur þingsins eftir áramót. Umræða um rammaáætlunina fór fram fyrir jól en samkvæmt samkomulagi sem gert var, til þess að þingmenn gætu farið í jólaleyfi, var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um málið þangað til í dag. 14.1.2013 12:59
Sérstakur saksóknari vill Styrmi í minnst þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari krefst 3 til 4 ára fangelsis yfir Styrmi Þór Bragasyni sem ákærður er fyrir umboðssvik vegna svokallaðarar Exeterfléttu, auk sex mánaða til viðbótar, vegna þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. 14.1.2013 12:06
Slökkt á MSN eftir tvo mánuði Samskiptaforrit Microsoft, Windows Live Messenger, verður ekki aðgengilegt frá og með 15. mars næstkomandi. 14.1.2013 12:06
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14.1.2013 11:54
Össur ánægður með ákvörðunina "Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 14.1.2013 10:48
Hægt á aðildarviðræðum við ESB Hægt verður á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var í ríkisstjórninni í morgun. 14.1.2013 10:29
Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. 14.1.2013 10:15
Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14.1.2013 10:00
Ríkisstjórnin boðar tíðindi af ESB-aðildarviðræðum Boðað hefur verið að fréttatilkynning verði send frá ríkisstjórninni nú fyrir hádegi en ástæðan mun vera gangur mála varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í morgun til að ræða fyrirkomulag aðildarviðræðnanna fram að kosningum, eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Málið hefur verið rætt á meðal ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna. 14.1.2013 09:51
David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. 14.1.2013 09:36
Krafði fleiri en einn um greiðslur fyrir sömu fundina Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. 14.1.2013 09:19
Fengu ný gögn í Geirfinnsmálinu Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. 14.1.2013 09:18
Tyrkneskir tölvuþrjótar loka heimasíðu Vífilfells Heimasíða Vífilfells liggur nú niðri eftir að hópur af tyrkneskum tölvuþrjótum réðist á hana í morgun. 14.1.2013 09:04
Bílvelta truflar umferð um Kolgrafarfjörð Önnur akreinin á veginum um Kolgrafarfjörð er nú lokuð vegna þess að þar valt flutningabíll með aftanívagni í morgun. 14.1.2013 08:55
Helstu leiðtogar Venesúela aftur komnir til Kúbu Helstu leiðtogar Venesúela eru aftur komnir til Havana á Kúbu þar sem Hugo Chavez forseti landsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir krabbameinsaðgerð. 14.1.2013 07:24
Aðgengilegri sjónvarpsdagskrá Tímaflakk kallast nýjung hjá Símanum, en með því verður hægt að horfa á sjónvarpsefni hvenær sem er innan sólarhrings frá því að efnið var fyrst sýnt. Öll heimili sem tengjast sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að flakkinu. Áætlað er að kerfið verði aðgengilegt flestum um miðjan mánuðinn 14.1.2013 07:00
Góð loðnuveiði alla helgina Góð loðnuveiði hefur verið alla helgina í góðu sjóveðri austur af Héraðsflóa. Beitir er til dæmis á landleið með 14 hundruð tonn eftir aðeins 14 klukkustunda viðveru á miðunum. 14.1.2013 06:35
Segir hreinsun Kolgrafarfjarðar ekki á ábyrgð landeigenda Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur útilokað að ábyrgð og kostnaður vegna hreinsunar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu, að því er segir i ályktun bæjarstjórnarinnar. 14.1.2013 06:32
Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemdur saman til fundar klukkan hálf ellefu, að loknu jólaleyfi þingmanna. Fyrsta mál á dagskrá verður vernd og orkunýting landssvæða, eða svonefnd rammaáætlun. 14.1.2013 06:30
Hálka veldur mörgum umferðaróhöppum Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands um helgina vegna ísingar og hálku, en engin alvarleg slys urðu. Eignatjón var hinsvegar mikið. 14.1.2013 06:29
Gífurlegur harmleikur í uppsiglingu í Sýrlandi Rauði krossin segir að gífurlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu í Mið Austurlöndum vegna stríðsins í Sýrlandi. 14.1.2013 06:24
Segir hernaðaríhlutun Frakka í Malí vera skammvinna Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí verði skammvinn og sé aðeins til þess að koma í veg fyrir að herskáir íslamistar nái völdum í landinu. 14.1.2013 06:22
Ætla að prenta nýjar sjóferðabækur Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka. 14.1.2013 06:20
Óvinsældir Helle Thorning Schmidt hafa aldrei verið meiri Danir eru greinilega mjög óánægðir með störf Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 14.1.2013 06:11
Spielberg hlaut aðeins ein Golden Globe verðlaun Leikstjórinn Steven Spielberg reið ekki feitum hesti frá Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en mynd hans Lincoln hlaut aðeins ein verðlaun. 14.1.2013 06:09
Hægir á viðræðum við ESB Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) fram yfir kosningar. Fundað hefur verið um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. 14.1.2013 06:00
Fjögur vilja með í 4G-uppboð Fjögur fyrirtæki munu taka þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, einnig kallað 4G. Þau fyrirtæki sem tilkynntu þátttöku eru 365 miðlar, Síminn, Fjarskipti (Vodafone) og Nova. PFS hefur frest fram til 25. janúar til að fara yfir þátttökubeiðnirnar áður en uppboðið sjálft hefst hinn 11. febrúar. 14.1.2013 06:00
5.000 manns í Bláfjöllum í gær Fjölmenni var í Bláfjöllum í gær, þar sem bæði veður og færi voru með besta móti. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Fréttablaðið að framan af degi hefði gengið á með éljum en upp úr klukkan tvö hefði brostið á með blíðu. Rúmlega fimm þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið. "Færið var æðislegt. Nýfallinn snjór ofan á troðnu, sem hentar öllum, bæði fólki á brettum og skíðum.“ 14.1.2013 06:00
Kristján L. Möller með góðkynja æxli „Kæru vinir. Fyrir ári síðan greindist ég með góðkynja æxli í skeifugörn sem þurfti að fjarlægja," skrifar Kristján L. Möller, þingmaður og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook. 13.1.2013 20:13
Vetrarparadísin Ísland að skila árangri Tæplega hundrað og áttatíu þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland síðastliðið haust og fjölgaði þeim um fjörutíu þúsund milli ára. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir að aukin landkynning erlendis sé byrjuð að skila árangri. 13.1.2013 19:46
Kosið um rammaáætlun á morgun Ellefu breytingartillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi við tilllögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Atkvæðagreiðsla fer fram á Alþingi á morgun en skiptar skoðanir eru um málið innan stjórnarflokkanna. 13.1.2013 19:38
Andstæðingarnir búa sjálfir í manngerðasta umhverfinu "Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. 13.1.2013 19:30
Þriggja sætaraða Volkswagen Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. 13.1.2013 18:47
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13.1.2013 18:28
Önnur hópnauðgun í Indlandi Lögreglan í Punjab-héraði í Indlandi hefur handtekið sex karlmenn í tengslum við hópnauðgun sem átti sér stað í rútu í gær. 13.1.2013 16:42
Minntust þeirra sem létust í strandi Costa Concordia Eitt ár er liðið frá því að ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan strönd Toscana á vesturströnd Ítalíu. 13.1.2013 15:50
Almennir borgarar féllu í árás franska hersins Talið er að að átta almennir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum franskra sérsveita í suðurhluta Sómalíu í gær. 13.1.2013 14:38
Starfsfólk og sundlaugagestir komu manni til bjargar Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur kom manni til bjargar um hádegisbil í dag. Sundlaugagestir komu auga á manninn en hann lá þá öfugur í heita pottinum. 13.1.2013 14:09
Björn mun ekki nýta sér ákvæði um framlengingu uppsagnarfrests - "viljum ekki auka á óvissuna“ Uppsagnir hjúkrunarfræðinga við Landspítala taka í gildi þann 1. mars næstkomandi. Hátt í 20 prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum hafa sagt upp störfum. 13.1.2013 13:35
Neyðarástandi lýst yfir í New York-fylki Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-fylki í Bankaríkjunum vegna inflúensufaraldurs, sem er sérlega alvarlegur í ár. 13.1.2013 12:50
Jón Ásgeir fjárfestir fyrir hundruð milljóna á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt hlut í fyrirtækinu Muddy Boots Real Foods. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Sunday Telegraph. Þar segir að Jón Ásgeir hafi keypt um fjórðungshlut í fyrirtækinu og að fjárfestingin nemi nokkrum milljónum sterlingspunda, eða nokkur hundruð milljónum íslenskra króna. 13.1.2013 11:11
Lækkar bensínið í ár? Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. 13.1.2013 11:00
Ölvuð ungmenni óku á grindverk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku. 13.1.2013 09:34