Innlent

Bílvelta truflar umferð um Kolgrafarfjörð

Önnur akreinin á veginum um Kolgrafarfjörð er nú lokuð vegna þess að þar valt flutningabíll með aftanívagni í morgun.

Bílstjóri flutningabílsins mun hafa misst stjórn á honum í mikilli hálku en hann slapp ómeiddur úr veltunni. Flutningabíllinn og vagninn eru á hvolfi á veginum.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær búið verður að ná bílnum á réttan kjöl og koma í burtu en á meðan eru ökumenn minntir á að aðeins önnur akreinin er opin fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×