Innlent

Tyrkneskir tölvuþrjótar loka heimasíðu Vífilfells

Heimasíða Vífilfells liggur nú niðri eftir að hópur af tyrkneskum tölvuþrjótum réðist á hana í morgun.

Þegar farið er inn á heimasíðuna blasir við svartur flötur þar sem á stendur að samtök sem kalla sig Tyrkneska tölvuherinn eða Turkey Cyper Army hafi lokað síðunni. Ástæðan virðist vera sú að Ísland er í NATO.

Unnið er að viðgerðum á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×