Innlent

Sérstakur saksóknari vill Styrmi í minnst þriggja ára fangelsi

MH og JHH skrifar
Sérstakur saksóknari krefst 3 til 4 ára fangelsis yfir Styrmi Þór Bragasyni sem ákærður er fyrir umboðssvik vegna svokallaðarar Exeterfléttu, auk sex mánaða til viðbótar, vegna þess hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti.

Styrmir Þór var ásamt þeim Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Ragnari Z. Guðjónssynim fyrrverandi forstjóra Byrsm ákærður fyrir umboðssvik. Þeir Jón Þorsteinn og Ragnar voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti vegna brotsins en þeim þætti ákærunnar sem snýr að Styrmi var vísað aftur í hérað. Aðalmeðferð vegna þess fór fram í dag.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Styrmir Bragason, sem var forstjóri MP banka, var ákærður í öðrum kafla ákærunnar, fyrir hlutdeild í umboðssvikum, og peningaþvætti að auki.



Viðbót klukkan 12:40

Aðalmeðferðinni í málinu er nú við það að ljúka en undir lok málflutnings sagði Ragnar Hall, verjandi Styrmis, að það væri fráleitt að kenna Styrmi um það sem aflaga fór hjá Byr.

Nú þegar málið verður lagt í dóm má búast við því að dómurinn yfir Styrmi verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×