Krafði fleiri en einn um greiðslur fyrir sömu fundina 14. janúar 2013 09:19 Jón Pálmi Pálsson fyrrverandi bæjarritari Akraness. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. Kveikjan að því að málið var upphaflega tekið til skoðunar á vettvangi Akraneskaupstaðar var ábending frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um að bæjarritarinn, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórnum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Menningarráðs Vesturlands, krefði fleiri en einn aðila um akstur og þóknun fyrir setu á sömu fundum. Lögmenn og endurskoðendur Akraneskaupstaðar könnuðu málið í framhaldinu að ósk formanns bæjarráðs. Í áliti þeirra kemur fram að bæjarritarinn hafi ekki farið að reglum sem gilda hjá Akraneskaupstað varðandi greiðslur fyrir bifreiðaafnot. Hann hafi krafið í nokkrum tilvikum um greiðslu og fengið greitt í tvígang fyrir sama aksturinn á árunum 2011 og 2012. Málin varða Akraneskaupstað annars vegar og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands eða Menningarráð Vesturlands hins vegar. Í áliti lögmanna og endurskoðenda Akraneskaupstaðar kemur einnig fram að bæjarritarinn hafi í nokkrum tilvikum krafið um og fengið greitt fyrir sömu fundina hjá fleiri en einum aðila en setið fundina í nafni Akraneskaupstaðar. Þetta samrýmist ekki reglum sem gilda um fundargreiðslur hjá Akraneskaupstað. Í ljósi þess trúnaðarbrests sem orðið hefur telur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar starfslok óumflýjanleg. Bæjarritarinn hefur að eigin frumkvæði endurgreitt bæjarsjóði tæplega 230.000 krónur vegna ofgreidds aksturskostnaðar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. Kveikjan að því að málið var upphaflega tekið til skoðunar á vettvangi Akraneskaupstaðar var ábending frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um að bæjarritarinn, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórnum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Menningarráðs Vesturlands, krefði fleiri en einn aðila um akstur og þóknun fyrir setu á sömu fundum. Lögmenn og endurskoðendur Akraneskaupstaðar könnuðu málið í framhaldinu að ósk formanns bæjarráðs. Í áliti þeirra kemur fram að bæjarritarinn hafi ekki farið að reglum sem gilda hjá Akraneskaupstað varðandi greiðslur fyrir bifreiðaafnot. Hann hafi krafið í nokkrum tilvikum um greiðslu og fengið greitt í tvígang fyrir sama aksturinn á árunum 2011 og 2012. Málin varða Akraneskaupstað annars vegar og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands eða Menningarráð Vesturlands hins vegar. Í áliti lögmanna og endurskoðenda Akraneskaupstaðar kemur einnig fram að bæjarritarinn hafi í nokkrum tilvikum krafið um og fengið greitt fyrir sömu fundina hjá fleiri en einum aðila en setið fundina í nafni Akraneskaupstaðar. Þetta samrýmist ekki reglum sem gilda um fundargreiðslur hjá Akraneskaupstað. Í ljósi þess trúnaðarbrests sem orðið hefur telur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar starfslok óumflýjanleg. Bæjarritarinn hefur að eigin frumkvæði endurgreitt bæjarsjóði tæplega 230.000 krónur vegna ofgreidds aksturskostnaðar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira