Innlent

Fjögur vilja með í 4G-uppboð

4G-tæknin hefur brátt innreið sína á Íslandi fyrir alvöru, en fjögur fyrirtæki ætla að taka þátt í uppboði PFS á tíðniheimildum í næsta mánuði.
4G-tæknin hefur brátt innreið sína á Íslandi fyrir alvöru, en fjögur fyrirtæki ætla að taka þátt í uppboði PFS á tíðniheimildum í næsta mánuði.
Fjögur fyrirtæki munu taka þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, einnig kallað 4G. Þau fyrirtæki sem tilkynntu þátttöku eru 365 miðlar, Síminn, Fjarskipti (Vodafone) og Nova. PFS hefur frest fram til 25. janúar til að fara yfir þátttökubeiðnirnar áður en uppboðið sjálft hefst hinn 11. febrúar.

Uppbygging 4G-kerfis á Íslandi gæti því hafist áður en langt um líður. Samkvæmt skýrslu Mannvits gæti kostnaðurinn við að breiða út þjónustuna til áttatíu prósenta landsins, með gagnaflutningshraða upp á tíu megabita á sekúndu, numið á 22 til 33 milljörðum króna.

4G-tæknin býður upp á talsvert hraðari tengingu en 3G og er álitin framtíðin í þessum efnum. Tækninni var fyrst hleypt almennt af stokkunum á Norðurlöndunum árið 2009 og eru nú helstu borgir og bæir þar innan dreifikerfanna, sem ná til um og yfir níutíu prósenta íbúa. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×