Erlent

Helstu leiðtogar Venesúela aftur komnir til Kúbu

Nicolas Maduro er aftur kominn til Kúbu ásamt fleiri ráðamönnum frá Venesúela.
Nicolas Maduro er aftur kominn til Kúbu ásamt fleiri ráðamönnum frá Venesúela.
Helstu leiðtogar Venesúela eru aftur komnir til Havana á Kúbu þar sem Hugo Chavez forseti landsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir krabbameinsaðgerð.

Í frétt á vefsíðu BBC segir að þeir Nicolas Maduro varaforseti Venesúela og Diosdado Cabello forseti þingsins hafi á fundað með Raul Castro leiðtoga Kúbu á laugardag en ekkert hefur verið sagt um efni fundarins. Raunar var ekki vitað um fundinn fyrr en í gærdag.

Auk varaforsetans og forseta þingsins eru olíumálaráðherra Venesúela og dómsmálaráðherrann einnig á Kúbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×