Innlent

Góð loðnuveiði alla helgina

Góð loðnuveiði hefur verið alla helgina í góðu sjóveðri austur af Héraðsflóa. Beitir er til dæmis á landleið með 14 hundruð tonn eftir aðeins 14 klukkustunda viðveru á miðunum.

Verið er að landa úr nokkrum skipum og sum þeirra frysta aflann úti á sjó og koma ekki í land fyrr en allar frystilestir eru orðnar fullar.

Að sögn stýrimannsins á Beiti, er mikið af hval á miðunum, en hann hefur ekki truflandi áhrif á veiðar í flottroll, öfugt við veiðar í nót, þar sem hann getur valdið miklu tjóni á veiðarfærum.

Að sögn stýrimannsins er loðnan stór og væn og lítil áta í henni, þannig að hún hentar vel til vinnslu í manneldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×