Innlent

Kristján L. Möller með góðkynja æxli

„Kæru vinir. Fyrir ári síðan greindist ég með góðkynja æxli í skeifugörn sem þurfti að fjarlægja," skrifar Kristján L. Möller, þingmaður og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook.

Þar segir Kristján að síðastliðið sumar hafi læknar reynt að fjarlægja æxlið með speglun en það hafi ekki heppnast. Því var nauðsynlegt að fjarlægja það með skurðaðgerð og var það gert í síðustu viku.

„Nú tekur við bataferli og endurhæfing og verð ég því frá þingstörfum um stund," skrifar Kristján. „Ég mæti svo tvíefldur til leik á ný."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×