Innlent

Hálka veldur mörgum umferðaróhöppum

Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands um helgina vegna ísingar og hálku, en engin alvarleg slys urðu. Eignatjón var hinsvegar mikið.

Lögregla rekur þetta meðal annars til þess að íbúar á þessu landssvæði séu ekki í þjálfun í hálkuakstri, þar sem sára sjaldan hafi orðið verulega hált það sem af er vetri.

Það er enn víða ísing og hálka og til dæmis var flughált á Akureyri í morgun og sömuleiðis á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×