Sjálfstæðir Halldórar gagnrýna skáldsögu Hallgríms harðlega 14. janúar 2013 13:49 Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, segir það skömm að bókin hafi verið tilnefnd. Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum sem birtust báðir í gær. Ástæðan er grein Guðrúnar Jónsdóttur, dóttur Brynhildar Georgíu Björnsson, sem saga Hallgríms byggir á, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi á laugardaginn síðasta. Þar gagnrýnir Guðrún bókina þar sem hún hefur verið tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Guðrún hefur hinsvegar áður gagnrýnt Hallgrím fyrir skrif hans um móður sína, og vill hún meina að bókin hafi áhrif á mannorð móður sinnar, þó Hallgrímur hafi tekið af allan vafa að þarna er um skáldsögu að ræða, meðal annars með fyrirvara í upphafi bókarinnar. Því verður þó ekki neitað að bókin byggir að miklu leytinu til á ævi Brynhildar Georgíu. Í bloggspistli Halldórs Halldórssonar stendur orðrétt: „Það er ótrúlegt og hreinlega til skammar að ritverk Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000 gráður skuli tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna." Halldór endar svo pistilinn á þessum orðum: „Það er ömurlegt að lesa þessa bók og sjá hvernig höfundurinn afskræmir ævi Brynhildar. Það er til skammar að þetta sé framlag Íslands til bókmenntaverðlauna." Verkfræðingurinn Halldór segir skrif Hallgríms viðurstyggileg og hneykslast verulega á lýsingum söguhetju skáldsögu Hallgríms sem birtast í bókinni, á íslenska fánanum (á bls. 318) og hljóðar svo: „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Verkfræðingurinn bætir svo í og skrifar: „Það er að vonum að Hallgrímur Helgason styðji Evrópusamabandsaðild sem hefur öðruvísi fána og líklega honum geðslegri (og kannski líkari klósettsetu ??) en okkar íslenski fáni sem er þó fáni þess ríkis sem er að senda honum sjálfum framfærslueyri." Guðmundur Andri Thorsson hefur einnig verið tilnefndur til verðalaunanna fyrir bók sína Valeyrarvalsinn. Tilkynnt verður í október á þessu ári hver fær verðlaunin. Tengdar fréttir Berrössuð bíræfni – líf að láni Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). 12. janúar 2013 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum sem birtust báðir í gær. Ástæðan er grein Guðrúnar Jónsdóttur, dóttur Brynhildar Georgíu Björnsson, sem saga Hallgríms byggir á, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi á laugardaginn síðasta. Þar gagnrýnir Guðrún bókina þar sem hún hefur verið tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Guðrún hefur hinsvegar áður gagnrýnt Hallgrím fyrir skrif hans um móður sína, og vill hún meina að bókin hafi áhrif á mannorð móður sinnar, þó Hallgrímur hafi tekið af allan vafa að þarna er um skáldsögu að ræða, meðal annars með fyrirvara í upphafi bókarinnar. Því verður þó ekki neitað að bókin byggir að miklu leytinu til á ævi Brynhildar Georgíu. Í bloggspistli Halldórs Halldórssonar stendur orðrétt: „Það er ótrúlegt og hreinlega til skammar að ritverk Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000 gráður skuli tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna." Halldór endar svo pistilinn á þessum orðum: „Það er ömurlegt að lesa þessa bók og sjá hvernig höfundurinn afskræmir ævi Brynhildar. Það er til skammar að þetta sé framlag Íslands til bókmenntaverðlauna." Verkfræðingurinn Halldór segir skrif Hallgríms viðurstyggileg og hneykslast verulega á lýsingum söguhetju skáldsögu Hallgríms sem birtast í bókinni, á íslenska fánanum (á bls. 318) og hljóðar svo: „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Verkfræðingurinn bætir svo í og skrifar: „Það er að vonum að Hallgrímur Helgason styðji Evrópusamabandsaðild sem hefur öðruvísi fána og líklega honum geðslegri (og kannski líkari klósettsetu ??) en okkar íslenski fáni sem er þó fáni þess ríkis sem er að senda honum sjálfum framfærslueyri." Guðmundur Andri Thorsson hefur einnig verið tilnefndur til verðalaunanna fyrir bók sína Valeyrarvalsinn. Tilkynnt verður í október á þessu ári hver fær verðlaunin.
Tengdar fréttir Berrössuð bíræfni – líf að láni Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). 12. janúar 2013 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Berrössuð bíræfni – líf að láni Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). 12. janúar 2013 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði