Erlent

Almennir borgarar féllu í árás franska hersins

Talið er að að átta almennir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum franskra sérsveita í suðurhluta Sómalíu í gær.

Þar á meðal var fjölskylda, par og barn þeirra. Hátt í fimmtíu franskir hermenn tóku þátt í aðgerðunum en tilgangur þeirra var að frelsa franska leyniþjónustumanninn Denis Allex úr haldi herskárra íslamista. Tveir franskir hermenn létust í áhlaupinu og sautján íslamistar.

Aðgerðin heppnaðist ekki og enn er óvíst um örlög Allex. Íslamistar fullyrða að Allex hafi verið fluttur á brott stuttu áður en aðgerðir Frakklandshers hófust. Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í gær að Allex hefði fallið í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×