Innlent

Ætla að prenta nýjar sjóferðabækur

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka.

Alþjóðavinnumálastofnunin hefur gert athugasemdir við íslenskar sjóferðabækur og telur að þær uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til slíkra bóka. Hefur þetta valdið erfiðleikum fyrir íslenska sjómenn, einkum þeim sem sigla til Rússlands og annarra ríkja, einkum utan Evrópu því sjóferðabækur þeirra eru ekki teknar gildar sem persónuskírteini.

Með útgáfu nýju bókana á að leysa það vandamál, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins. Reiknað er með að gefa þurfi út um 200 sjóferðabækur á ári og leitað verður tilboða í prentun allt að 2.000 bóka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×