Innlent

Starfsfólk og sundlaugagestir komu manni til bjargar

Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur kom manni til bjargar um hádegisbil í dag. Sundlaugagestir komu auga á manninn en hann lá þá öfugur í heita pottinum.

Þeir gerðu starfsmönnum viðvart. Gestir og sundlaugaverðir drógu því næst manninn úr pottinum. Stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn á svæðið og var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki vitað hvað amaði að manninum en hann var með rænu. Þá hafa ekki borist fregnir af líðan hans.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem starfsmenn Sundhallar Reykjavíkur koma sundlaugagesti til bjargar. Í desember síðastliðnum björguðu þeir manni frá drukknum með því að hnoða og blása í hann lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×