Innlent

Ölvuð ungmenni óku á grindverk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku. Laust eftir klukkan fimm í nótt sást ölvaður einstaklingur á bifreið á Laugavegi. Skömmu síðar var bifreiðinni ekið á götuvita á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Engin meiðsl urðu hjá ökumanni en hann var engu að síður handtekinn, grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu.

Þá voru þrír sextán ára gamlir einstaklingar handteknir á vettvangi í Kópavogi eftir að þeir óku bíl sínum á grindverk. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var málið afgreitt með aðkomu foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×