Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í New York-fylki

Karen Kjartansdóttir skrifar
MYND/ap
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-fylki í Bankaríkjunum vegna inflúensufaraldurs, sem er sérlega alvarlegur í ár.

Yfir tuttuguþúsund manns hafa þegar veikst í New York-fylki í vetur en það eru meira en fjórum sinnum fleiri en veiktust síðasta vetur.

Til marks um alvarleika faraldursins þá hefur breska ríkisútvarpið það eftir bandarískum sóttvarnaryfirvöldum að sjö komma þrjú prósent allra dauðsfalla í Bandaríkjunum í liðinni viku séu rakin til inflúensunnar. Það er aðeins í þremur ríkjum sem hún er ekki náð mikilli útbreiðslu, í Kaliforníu, Hawaii og Mississippi.

Stórblaðið New York post hefur eftir viðmælendum að fólk sé hrætt og þreytt. Þetta ástand sýni að fólk eigi að sýna ábyrgð og fá flensusprautu til að reyna að draga úr smiti.

Sérfræðingar mæla einnig með því að fólk láti bólusetja sig og segja bólusetninguna veita vörn í yfir sextíu prósen tilvika.

Faraldurinn þykir sá vesti frá því árið 2009 en það ár lék Íslendinga einnig mjög illa þar sem svínaflensan gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×