Erlent

Gífurlegur harmleikur í uppsiglingu í Sýrlandi

Rauði krossin segir að gífurlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu í Mið Austurlöndum vegna stríðsins í Sýrlandi.

Um 600.000 manns hafa flúið undan átökunum til annarra landa og talið er að um tvær milljónir Sýrlendinga séu á vergangi í eigin landi.

Ofan á stríðshörmungar þessa fólks bætist við að einn harðasti vetur í tuttugu ár herjar nú á þessum slóðum.

Flestir þeir flóttamenn sem hafast við í búðum innan og utan landamæra Sýrlands eru ekki með klæðnað til að verjast þessum vetrarhörkum og hungursneyð blasir við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×