Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar 14. janúar 2013 11:54 Jón Páll Sigmarsson Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00