Fleiri fréttir Krafa Íra um refsiaðgerðir kann að spilla fyrir viðræðum Krafa Íra um refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga gerir ekkert annað en að spilla fyrir viðræðum, að mati Steingríms J. Sigfússonar. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins ræddu makríldeiluna á fundi í dag. 16.7.2012 18:45 Íhuga að endurskoða reglur ÍSÍ um Íþróttamann ársins Sigurður Elvar Þórólfsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um afrek Annie Mist Þórisdóttir en hún tryggði sér sigur á Crossfit-leikum Reebok í gær, annað árið í röð. 16.7.2012 18:04 Knattspyrnumanni dæmdar bætur vegna meiðsla í leik Víðir Leifsson, knattspyrnumaður hjá Fylki, fær dæmdar bætur frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann varð fyrir í leik í júlí 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að VÍS væri bótaskylt á grundvelli slysatryggingar íþróttamanna. 16.7.2012 16:12 Stýrir íþróttavef í London Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2, Vísi og síðar á Fréttatímanum mun á næstunni stýra nýjum íþróttafréttavef í London. Hann verður með annan fótinn þar næstu vikurnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur aðaleiganda 365 bað hann um að taka verkefnið að sér. "Blaðamenn fá sjaldan tækifæri til að starfa erlendis," segir Óskar Hrafn aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að slá til. Óskar Hrafn hefur unnið í fjölmiðlum um árabil. Þá spilaði hann lengi vel knattspyrnu með meistaraflokki KR og var atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi. 16.7.2012 15:41 Snorri ætlar að leita stuðnings Kennarasambandsins Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, sem var sagt upp störfum sem kennari í Brekkuskóla á Akureyri ætlar að leita eftir stuðningi Kennarasambandsins í máli sínu. Hann segir klárt mál að réttur sinn til að tjá sig hafi verið brotinn, en Snorra var sagt upp störfum eftir skrif um samkynhneigða á persónulegri bloggsíðu. Snorri er ekki búinn að tala við Kennarasambandið eftir að hann fékk uppsagnarbréfið. "Ég er bara búinn að leyfa þeim að fylgjast með áminningarferlinu, en ég er ekki búinn að setja mig í samband við þá eftir að ég fékk bréfið,“ segir Snorri. 16.7.2012 15:21 Íslendingar duglegir að endurvinna áldósir Um 85 prósent áldósa hér á landi rötuðu í endurvinnslu árið 2010 en það er lægsta hlutfallið á meðal Norðurlandanna. Í Finnlandi var endurvinnsluhlutfallið 95%, Í Noregi 93%, Í Danmörku 89% og Svíþjóð 87%. 16.7.2012 15:21 Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. 16.7.2012 14:07 Tökur á mynd Russel Crowe að hefjast Tökur á myndinni Noah, sem skartar Russel Crowe, Anthony Hopkins, Jennifer Conelly og Emma Watson í aðalhlutverkum hefjast von bráðar. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky, segir frá því á Twittersíðu sinni, að hann sé á leið til Íslands í dag. Þar birtir hann líka mynd af svæðinu þar sem myndin er tekin. 16.7.2012 13:15 "Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar" "Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. 16.7.2012 13:01 Meira en 1000 dýr verða felld Fyrsti hreindýrstarfurinn náðist strax á miðnætti en veiðitímabilið hófst í gær. Hann vóg 100 kíló og var skotinn á 50 metra færi í Breiðdal, að því er fram kemur í frétt á vef Austurgluggans. Eiður Gísli Guðmundsson var leiðsögumaður. Allnokkrir veiðimenn fóru strax til veiða. 16.7.2012 11:43 Ský á Snæfellsnesi eins og fljúgandi furðuhlutur "Þetta eru vindskafin netjuský sem myndast oft yfir fjallgörðum og lýsast upp í kvöldsólinni,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skýin sem sjást á myndinni hér til hliðar blöstu við ferðalöngum á Snæfellsnesi um helgina en þau sáust á lofti rétt fyrir miðnætti á laugardag. 16.7.2012 10:55 Kærðu hvort annað fyrir líkamsárás Karl og kona á tvítugsaldri kærðu hvort annað fyrir líkamsárás um helgina. Tildrög voru með þeim hætti að aðfaranótt sunnudags hafði karlmaðurinn verið að áreita konuna við veitingastað í Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi hleypti maðurinn lofti úr hjólbarða á bíl konunnar og pissað á hann. Konunni varð mjög misboðið og sparkaði í höfuð karlsins sem launaði fyrir með hnefahöggi í andlit konunnar. Bæði hlutu minni háttar áverka. 16.7.2012 10:49 Endurheimti bíl sinn eftir 40 ár Karlmaður sem varð fyrir því óláni að bíl hans var stolið árið 1970 endurheimti bílinn í dag. Maðurinn, sem heitir bob Russel, var nemandi við Temple háskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann ók um á Austin-Healy 3000 Mk III sem hann hafði keypt af vini sínum á 3000 dali árið 1968. 16.7.2012 10:30 Eyðibýli brann til kaldra kola Íbúðarhúsið að eyðibýlinu Hóli í Dalabyggð brann til kaldra kola í morgun. Ekki hefur verið búið í húsinu í eitt ár, en það er þó enn tengt við rafmagn. Vegfarandi sá eld og reyk, frá húsinu á sjöunda tímanum í morgun og hringdi hann strax á slökkvilið Dalabyggðar í Búðardal, sem er í um 20 kílómetra fjarlægð. 16.7.2012 10:21 Fjórir grunaðir um að hafa brotið gegn konu í miðborg Reykjavíkur Kona var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisafbtota í gærmorgun eftir að hún fannst við Kjörgarð í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hefur handtekið fjóra menn vegna rannsóknar málsins. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann segir að málið sé í rannsókn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það. 16.7.2012 10:15 Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16.7.2012 10:05 Hafa sparað 575 milljónir vegna þunglyndislyfja Stjórnvöld hafa náð verulegum árangri í að lækka lyfjakostnað og í fyrra lækkaði sá kostnaður þriðja árið í röð. 16.7.2012 09:55 Margrét Pála fer til starfa á Tálknafirði Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar hefur verið ráðinn skólastjóri Tálknafjarðarskóla, sem er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli Tálknafjarðar. Ríflega sjötíu nemendur stunda nám við skólann. Margrét Pála hefur störf um næstu mánaðarmót og mun sinna starfinu að minnsta kosti í eitt ár á meðan skólinn er að aðlagast Hjallastefnunni. 16.7.2012 09:39 Saka stjórnvöld um að virða alþjóðasamninga að vettugi Stjórnvöld gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og Samtök verslunar og þjónustu þurfa að nýta flest úrræði sem tiltæk eru að lögum til að knýja á um að farið sé að alþjóðasamningum í þeim efnum. Þetta segja forystumenn Samtakanna, þau Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Þau segja það jafnframt dapurlegt að allir stjórnmálaflokkarnir á Alþingi virðist jafn áhugalausir um það að virða gerða samninga. 16.7.2012 09:25 CNN: Þríhnjúkagígur er staður sem fólk verður að sjá Þríhnjúkagígur er ofar en bæði Taj Mahal og Viktoríufossar á lista sem CNN sjónvarpsstöðin hefur tekið saman um þá 27 staði í heiminum sem fólk á að heimsækja áður en ævi þess lýkur. 16.7.2012 07:28 Nauðganir vekja óhug í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að tilkynnt hefur verið um 21 nauðgun í landinu á síðustu þremur dögum. Þetta er óvenjumikill fjöldi nauðgana á svo stuttum tíma í Svíþjóð en nauðganir eru yfirleitt fleiri á sumrin en veturna í landinu. 16.7.2012 06:46 Snarráðir vegfarendur stöðvuðu þjóf Snarráðir vegfarendur náðu að stöðva ungan karlmann, sem hafði rænt veski af erlendri ferðakonu í Hanfarstræti undir kvöld í gær. 16.7.2012 06:24 Miklir bardagar í úthverfum Damaskus Miklir bardagar geisuðu í í Damaskus höfuðborg Sýrlands í gærdag og langt fram á kvöld milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Sennilega er um mestu bardagana að ræða síðan átökin hófust í landinu í mars í fyrra. 16.7.2012 06:19 Condolezza Rice óvænt í sviðsljósinu í Bandaríkjunum Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur óvænt stolið hinu pólitíska sviðsljósi vestan hafs um helgina. 16.7.2012 06:11 Fyrsti makrílfarmurinn á leið á Akranes Fyrsti makrílfarmurinn er á leið á Akranes en það er togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson sem kemur í dag til hafnar með farminn. 16.7.2012 10:49 Ferðamenn slösuðust í bifhjólaslysi Tveir erlendir ferðamenn, sem voru saman á bifhjóli, meiddust, en þó ekki alvarlega þegar ökumaður hjólsins missti stjórn á því í lausamöl á Bíldudalsvegi á móts við Hálfdán í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Patreksfirði, þar sem gert var að sárum þeirra. 16.7.2012 07:46 Börn í lífshættu vegna einangrunar sem fylgir netfíkn Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. 16.7.2012 07:00 Útköll vegna elds í rusli og bílabruna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Langholtsskóla í gærkvöldi til að slökkva í rusli, sem logaði það í útigrilli, sem er í trjálundi skammt frá skólanum. 16.7.2012 06:52 Frakklandsforseti skipar sambýliskonu sinni að þegja Francois Hollande forseti Frakklands er búinn að fá nóg af umdeildum opinberum ummælum sambýliskonu sinnar, Valerie Trierweiler og hefur því skipað henni að halda kjafti í framtíðinni. 16.7.2012 06:49 Maðurinn sem lýst var eftir kominn fram Karlmaður á fertugsaldri, sem lögreglan á Húsavík lýsti eftir í gærkvöldi, kom fram heill á húfi á Akureyri í gærkvöldi. 16.7.2012 06:43 Strandveiðisvæði lokað Strandveiðisvæðinu frá Ísafjarðardjúpi og austur fyrir Eyjafjörð verður lokað á miðnætti, þar sem júlíkvótinn verður uppurinn. 16.7.2012 06:41 Rændu formanni Ólympíunefndar Líbíu Vopnaðir menn klæddir eins og hermenn rændu Nabil Elalem formanni Ólympíunefndar Líbíú á götu úti í Trípolí í gærdag. Enginn veit hvar hann er niðurkominn í augnablikinu né hverjir rændu honum. 16.7.2012 06:39 Yfirmanni hersins í Norður Kóreu vikið frá störfum Æðsta yfirmanni hersins í Norður Kóreu, Ri Yong-ho hefur óvænt verið vikið frá störfum og jafnframt hefur honum verið vikið úr öllum opinberum stöðum sínum en hann var háttsettur í Verkamannaflokki landsins og varaformaður hinnar valdamiklu miðstjórnar hersins. 16.7.2012 06:30 Kálið ræktað nærri vígðri mold Paradís virðist ekki hafa farið langt þó Eden í Hveragerði hafi brunnið því að skammt frá rústum Edens slá feðginin Hjörtur Benediktsson og Helga Hjartardóttir upp markaði um helgar þar sem grænmeti, bleikja og hrossabjúgu renna út eins og heitar lummur. 16.7.2012 06:30 Fá klapp á bak frá Trip Advisor Við hlutum þessa viðurkenningu í fyrra, fyrst allra dagsferðarfyrirtækja hérlendis, og erum mjög stolt af að hafa hlotið hana aftur í sumar,? segir Guðmundur Sigurðsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Gateway to Iceland sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir framúrskarandi frammistöðu frá ferðavefnum Trip Advisor. Margir skipuleggja ferðalög sín samkvæmt Trip Advisor. Við höfum fengið mikil skrif þarna inni og finnum vel fyrir því,? segir Guðmundur. - trs 16.7.2012 06:00 Logn skemmdi flugdrekaflug "Það var mikið stuð hér og rosalega gaman, en því miður vantaði allan vind og því fóru flugdrekarnir lítið sem ekkert á loft," segir Guðlaugur Ottesen Karlsson hjá Viðeyjarferjunni. Ætlunin var að reyna við Íslandsmet í flugdrekaflugi á fjölskylduhátíð sem fram fór í Viðey í gær. Fyrra met var sett í eynni árið 2010. "Við reynum bara aftur við þetta á næsta ári," segir Guðlaugur hress í bragði. Samkvæmt tölum Viðeyjarferjunnar skemmtu sér tæplega 300 manns þar saman í gær. - trs 16.7.2012 05:00 Tuttugasti október verði kjördagur Gera má ráð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram 20. október, á meðan ekki hefur verið tekin önnur ákvörðun. Þetta kemur fram í bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, til innanríkisráðuneytisins. 16.7.2012 05:00 Með vottorð frá Leonard Cohen Íslenska hljómsveitin The Saints of Boogie Street, sem sérhæfir sig í flutningi á lögum Leonards Cohen, fékk nýverið þakkarbréf frá söngvaskáldinu sjálfu þar sem farið er lofsamlegum orðum um túlkun hljómsveitarinnar á lögunum. 16.7.2012 03:00 Óttast að skilaboð um árangur rati ekki til almennings Forystufólk í Vinstri grænum hefur sérstakar áhyggjur af því að skilaboð um góðan árangur ríkisstjórnarinnar rati ekki til kjósenda. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, telur ástæðuna aðallega vera neikvæðni og hörku í opinberri umræðu. 15.7.2012 20:46 Laumufarþegar ógna öryggi starfsfólks Eimskip vill að stjórnvöld bregðist við ítrekuðum tilraunum hælisleitenda til að smygla sér um borð í skip. Félagið telur öryggi starfsfólks ógnað og hefur sent innanríkisráðherra bréf vegna málsins. Þrír voru handteknir í nótt eftir slíka tilraun í Reykjavíkurhöfn. 15.7.2012 18:44 Þúsund mannlegir dómínókubbar setja heimsmet Um eitt þúsund sjálfboðaliðar slógu nýtt heimsmet sem mannlegir dómínókubbar í borginni Sjanghæ í Kína í dag. 15.7.2012 20:40 Annie kemur ekki til greina sem íþróttakona ársins Crossfit er ekki flokkað sem íþróttagrein hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Það hefur í för með sér að Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona í greininni kemur ekki til greina þegar íþróttamaður ársins verður valinn í vetur, jafnvel þó hún eigi góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitil í greininni. Þegar þetta er skrifað eru þrjár þrautir eftir af heimsmeistaramótinu í crossfit og Annie er í fyrsta sæti með 59 stiga forystu og hefur þar með aukið forystu sína í dag. 15.7.2012 20:30 Fjallkonan átti sér norska systur Árið 2004 fundust leifar ríkulega búinnar konu frá víkingaöld. Fundur hennar er einstakur hér á landi en hún bar á sjötta hundrað perla og annað skart. Nú er kominn í ljós annar sambærilegur fornleifafundur í Noregi og áleitnar spurningar hafa vaknað um hverjar konurnar voru. Svavar Hávarðsson komst að því að heimildarmynd er í smíðum sem varpar ljósi á einstakan fund. 15.7.2012 20:15 Öflugir skýstrókar í Póllandi Að minnsta kosti einn lét lífið og tíu slösuðust þegar öflugir skýstrókar gengu yfir norðvesturhluta Póllands í gær. Yfir hundrað hús eyðilögðust. 15.7.2012 19:24 Drengur skaut óvart föður sinn til bana Þriggja ára drengur í Bandaríkjunum skaut föður sinn til bana eftir að hafa komist í byssu sem var á heimilinu. 15.7.2012 19:17 Sjá næstu 50 fréttir
Krafa Íra um refsiaðgerðir kann að spilla fyrir viðræðum Krafa Íra um refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga gerir ekkert annað en að spilla fyrir viðræðum, að mati Steingríms J. Sigfússonar. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins ræddu makríldeiluna á fundi í dag. 16.7.2012 18:45
Íhuga að endurskoða reglur ÍSÍ um Íþróttamann ársins Sigurður Elvar Þórólfsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um afrek Annie Mist Þórisdóttir en hún tryggði sér sigur á Crossfit-leikum Reebok í gær, annað árið í röð. 16.7.2012 18:04
Knattspyrnumanni dæmdar bætur vegna meiðsla í leik Víðir Leifsson, knattspyrnumaður hjá Fylki, fær dæmdar bætur frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann varð fyrir í leik í júlí 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að VÍS væri bótaskylt á grundvelli slysatryggingar íþróttamanna. 16.7.2012 16:12
Stýrir íþróttavef í London Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2, Vísi og síðar á Fréttatímanum mun á næstunni stýra nýjum íþróttafréttavef í London. Hann verður með annan fótinn þar næstu vikurnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur aðaleiganda 365 bað hann um að taka verkefnið að sér. "Blaðamenn fá sjaldan tækifæri til að starfa erlendis," segir Óskar Hrafn aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að slá til. Óskar Hrafn hefur unnið í fjölmiðlum um árabil. Þá spilaði hann lengi vel knattspyrnu með meistaraflokki KR og var atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi. 16.7.2012 15:41
Snorri ætlar að leita stuðnings Kennarasambandsins Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, sem var sagt upp störfum sem kennari í Brekkuskóla á Akureyri ætlar að leita eftir stuðningi Kennarasambandsins í máli sínu. Hann segir klárt mál að réttur sinn til að tjá sig hafi verið brotinn, en Snorra var sagt upp störfum eftir skrif um samkynhneigða á persónulegri bloggsíðu. Snorri er ekki búinn að tala við Kennarasambandið eftir að hann fékk uppsagnarbréfið. "Ég er bara búinn að leyfa þeim að fylgjast með áminningarferlinu, en ég er ekki búinn að setja mig í samband við þá eftir að ég fékk bréfið,“ segir Snorri. 16.7.2012 15:21
Íslendingar duglegir að endurvinna áldósir Um 85 prósent áldósa hér á landi rötuðu í endurvinnslu árið 2010 en það er lægsta hlutfallið á meðal Norðurlandanna. Í Finnlandi var endurvinnsluhlutfallið 95%, Í Noregi 93%, Í Danmörku 89% og Svíþjóð 87%. 16.7.2012 15:21
Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. 16.7.2012 14:07
Tökur á mynd Russel Crowe að hefjast Tökur á myndinni Noah, sem skartar Russel Crowe, Anthony Hopkins, Jennifer Conelly og Emma Watson í aðalhlutverkum hefjast von bráðar. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky, segir frá því á Twittersíðu sinni, að hann sé á leið til Íslands í dag. Þar birtir hann líka mynd af svæðinu þar sem myndin er tekin. 16.7.2012 13:15
"Ég er bara ánægður að hafa komið einhverjum til bjargar" "Auðvitað er það góð tilfinning þegar maður hefur komið einhverjum til bjargar - það er ekki spurning," segir Kristján Ingi Kristjánsson, sem bjargaði konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði í byrjun mánaðarins. 16.7.2012 13:01
Meira en 1000 dýr verða felld Fyrsti hreindýrstarfurinn náðist strax á miðnætti en veiðitímabilið hófst í gær. Hann vóg 100 kíló og var skotinn á 50 metra færi í Breiðdal, að því er fram kemur í frétt á vef Austurgluggans. Eiður Gísli Guðmundsson var leiðsögumaður. Allnokkrir veiðimenn fóru strax til veiða. 16.7.2012 11:43
Ský á Snæfellsnesi eins og fljúgandi furðuhlutur "Þetta eru vindskafin netjuský sem myndast oft yfir fjallgörðum og lýsast upp í kvöldsólinni,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skýin sem sjást á myndinni hér til hliðar blöstu við ferðalöngum á Snæfellsnesi um helgina en þau sáust á lofti rétt fyrir miðnætti á laugardag. 16.7.2012 10:55
Kærðu hvort annað fyrir líkamsárás Karl og kona á tvítugsaldri kærðu hvort annað fyrir líkamsárás um helgina. Tildrög voru með þeim hætti að aðfaranótt sunnudags hafði karlmaðurinn verið að áreita konuna við veitingastað í Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi hleypti maðurinn lofti úr hjólbarða á bíl konunnar og pissað á hann. Konunni varð mjög misboðið og sparkaði í höfuð karlsins sem launaði fyrir með hnefahöggi í andlit konunnar. Bæði hlutu minni háttar áverka. 16.7.2012 10:49
Endurheimti bíl sinn eftir 40 ár Karlmaður sem varð fyrir því óláni að bíl hans var stolið árið 1970 endurheimti bílinn í dag. Maðurinn, sem heitir bob Russel, var nemandi við Temple háskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann ók um á Austin-Healy 3000 Mk III sem hann hafði keypt af vini sínum á 3000 dali árið 1968. 16.7.2012 10:30
Eyðibýli brann til kaldra kola Íbúðarhúsið að eyðibýlinu Hóli í Dalabyggð brann til kaldra kola í morgun. Ekki hefur verið búið í húsinu í eitt ár, en það er þó enn tengt við rafmagn. Vegfarandi sá eld og reyk, frá húsinu á sjöunda tímanum í morgun og hringdi hann strax á slökkvilið Dalabyggðar í Búðardal, sem er í um 20 kílómetra fjarlægð. 16.7.2012 10:21
Fjórir grunaðir um að hafa brotið gegn konu í miðborg Reykjavíkur Kona var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisafbtota í gærmorgun eftir að hún fannst við Kjörgarð í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hefur handtekið fjóra menn vegna rannsóknar málsins. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann segir að málið sé í rannsókn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það. 16.7.2012 10:15
Hnoðaði lífi í ókunnuga konu á bílaplani "Við viljum hafa uppi á honum til þess að geta þakkað honum fyrir,“ segir Bryndís Vilbergsdóttir, systir konu sem fékk hjartastopp á bílaplani við N1 í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Maður sem átti leið um bensínstöðina hnoðaði í hana lífi þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. 16.7.2012 10:05
Hafa sparað 575 milljónir vegna þunglyndislyfja Stjórnvöld hafa náð verulegum árangri í að lækka lyfjakostnað og í fyrra lækkaði sá kostnaður þriðja árið í röð. 16.7.2012 09:55
Margrét Pála fer til starfa á Tálknafirði Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar hefur verið ráðinn skólastjóri Tálknafjarðarskóla, sem er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli Tálknafjarðar. Ríflega sjötíu nemendur stunda nám við skólann. Margrét Pála hefur störf um næstu mánaðarmót og mun sinna starfinu að minnsta kosti í eitt ár á meðan skólinn er að aðlagast Hjallastefnunni. 16.7.2012 09:39
Saka stjórnvöld um að virða alþjóðasamninga að vettugi Stjórnvöld gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og Samtök verslunar og þjónustu þurfa að nýta flest úrræði sem tiltæk eru að lögum til að knýja á um að farið sé að alþjóðasamningum í þeim efnum. Þetta segja forystumenn Samtakanna, þau Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon í grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Þau segja það jafnframt dapurlegt að allir stjórnmálaflokkarnir á Alþingi virðist jafn áhugalausir um það að virða gerða samninga. 16.7.2012 09:25
CNN: Þríhnjúkagígur er staður sem fólk verður að sjá Þríhnjúkagígur er ofar en bæði Taj Mahal og Viktoríufossar á lista sem CNN sjónvarpsstöðin hefur tekið saman um þá 27 staði í heiminum sem fólk á að heimsækja áður en ævi þess lýkur. 16.7.2012 07:28
Nauðganir vekja óhug í Svíþjóð Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að tilkynnt hefur verið um 21 nauðgun í landinu á síðustu þremur dögum. Þetta er óvenjumikill fjöldi nauðgana á svo stuttum tíma í Svíþjóð en nauðganir eru yfirleitt fleiri á sumrin en veturna í landinu. 16.7.2012 06:46
Snarráðir vegfarendur stöðvuðu þjóf Snarráðir vegfarendur náðu að stöðva ungan karlmann, sem hafði rænt veski af erlendri ferðakonu í Hanfarstræti undir kvöld í gær. 16.7.2012 06:24
Miklir bardagar í úthverfum Damaskus Miklir bardagar geisuðu í í Damaskus höfuðborg Sýrlands í gærdag og langt fram á kvöld milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Sennilega er um mestu bardagana að ræða síðan átökin hófust í landinu í mars í fyrra. 16.7.2012 06:19
Condolezza Rice óvænt í sviðsljósinu í Bandaríkjunum Condolezza Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur óvænt stolið hinu pólitíska sviðsljósi vestan hafs um helgina. 16.7.2012 06:11
Fyrsti makrílfarmurinn á leið á Akranes Fyrsti makrílfarmurinn er á leið á Akranes en það er togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson sem kemur í dag til hafnar með farminn. 16.7.2012 10:49
Ferðamenn slösuðust í bifhjólaslysi Tveir erlendir ferðamenn, sem voru saman á bifhjóli, meiddust, en þó ekki alvarlega þegar ökumaður hjólsins missti stjórn á því í lausamöl á Bíldudalsvegi á móts við Hálfdán í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Patreksfirði, þar sem gert var að sárum þeirra. 16.7.2012 07:46
Börn í lífshættu vegna einangrunar sem fylgir netfíkn Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við netfíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. 16.7.2012 07:00
Útköll vegna elds í rusli og bílabruna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Langholtsskóla í gærkvöldi til að slökkva í rusli, sem logaði það í útigrilli, sem er í trjálundi skammt frá skólanum. 16.7.2012 06:52
Frakklandsforseti skipar sambýliskonu sinni að þegja Francois Hollande forseti Frakklands er búinn að fá nóg af umdeildum opinberum ummælum sambýliskonu sinnar, Valerie Trierweiler og hefur því skipað henni að halda kjafti í framtíðinni. 16.7.2012 06:49
Maðurinn sem lýst var eftir kominn fram Karlmaður á fertugsaldri, sem lögreglan á Húsavík lýsti eftir í gærkvöldi, kom fram heill á húfi á Akureyri í gærkvöldi. 16.7.2012 06:43
Strandveiðisvæði lokað Strandveiðisvæðinu frá Ísafjarðardjúpi og austur fyrir Eyjafjörð verður lokað á miðnætti, þar sem júlíkvótinn verður uppurinn. 16.7.2012 06:41
Rændu formanni Ólympíunefndar Líbíu Vopnaðir menn klæddir eins og hermenn rændu Nabil Elalem formanni Ólympíunefndar Líbíú á götu úti í Trípolí í gærdag. Enginn veit hvar hann er niðurkominn í augnablikinu né hverjir rændu honum. 16.7.2012 06:39
Yfirmanni hersins í Norður Kóreu vikið frá störfum Æðsta yfirmanni hersins í Norður Kóreu, Ri Yong-ho hefur óvænt verið vikið frá störfum og jafnframt hefur honum verið vikið úr öllum opinberum stöðum sínum en hann var háttsettur í Verkamannaflokki landsins og varaformaður hinnar valdamiklu miðstjórnar hersins. 16.7.2012 06:30
Kálið ræktað nærri vígðri mold Paradís virðist ekki hafa farið langt þó Eden í Hveragerði hafi brunnið því að skammt frá rústum Edens slá feðginin Hjörtur Benediktsson og Helga Hjartardóttir upp markaði um helgar þar sem grænmeti, bleikja og hrossabjúgu renna út eins og heitar lummur. 16.7.2012 06:30
Fá klapp á bak frá Trip Advisor Við hlutum þessa viðurkenningu í fyrra, fyrst allra dagsferðarfyrirtækja hérlendis, og erum mjög stolt af að hafa hlotið hana aftur í sumar,? segir Guðmundur Sigurðsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Gateway to Iceland sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir framúrskarandi frammistöðu frá ferðavefnum Trip Advisor. Margir skipuleggja ferðalög sín samkvæmt Trip Advisor. Við höfum fengið mikil skrif þarna inni og finnum vel fyrir því,? segir Guðmundur. - trs 16.7.2012 06:00
Logn skemmdi flugdrekaflug "Það var mikið stuð hér og rosalega gaman, en því miður vantaði allan vind og því fóru flugdrekarnir lítið sem ekkert á loft," segir Guðlaugur Ottesen Karlsson hjá Viðeyjarferjunni. Ætlunin var að reyna við Íslandsmet í flugdrekaflugi á fjölskylduhátíð sem fram fór í Viðey í gær. Fyrra met var sett í eynni árið 2010. "Við reynum bara aftur við þetta á næsta ári," segir Guðlaugur hress í bragði. Samkvæmt tölum Viðeyjarferjunnar skemmtu sér tæplega 300 manns þar saman í gær. - trs 16.7.2012 05:00
Tuttugasti október verði kjördagur Gera má ráð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram 20. október, á meðan ekki hefur verið tekin önnur ákvörðun. Þetta kemur fram í bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, til innanríkisráðuneytisins. 16.7.2012 05:00
Með vottorð frá Leonard Cohen Íslenska hljómsveitin The Saints of Boogie Street, sem sérhæfir sig í flutningi á lögum Leonards Cohen, fékk nýverið þakkarbréf frá söngvaskáldinu sjálfu þar sem farið er lofsamlegum orðum um túlkun hljómsveitarinnar á lögunum. 16.7.2012 03:00
Óttast að skilaboð um árangur rati ekki til almennings Forystufólk í Vinstri grænum hefur sérstakar áhyggjur af því að skilaboð um góðan árangur ríkisstjórnarinnar rati ekki til kjósenda. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, telur ástæðuna aðallega vera neikvæðni og hörku í opinberri umræðu. 15.7.2012 20:46
Laumufarþegar ógna öryggi starfsfólks Eimskip vill að stjórnvöld bregðist við ítrekuðum tilraunum hælisleitenda til að smygla sér um borð í skip. Félagið telur öryggi starfsfólks ógnað og hefur sent innanríkisráðherra bréf vegna málsins. Þrír voru handteknir í nótt eftir slíka tilraun í Reykjavíkurhöfn. 15.7.2012 18:44
Þúsund mannlegir dómínókubbar setja heimsmet Um eitt þúsund sjálfboðaliðar slógu nýtt heimsmet sem mannlegir dómínókubbar í borginni Sjanghæ í Kína í dag. 15.7.2012 20:40
Annie kemur ekki til greina sem íþróttakona ársins Crossfit er ekki flokkað sem íþróttagrein hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Það hefur í för með sér að Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona í greininni kemur ekki til greina þegar íþróttamaður ársins verður valinn í vetur, jafnvel þó hún eigi góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitil í greininni. Þegar þetta er skrifað eru þrjár þrautir eftir af heimsmeistaramótinu í crossfit og Annie er í fyrsta sæti með 59 stiga forystu og hefur þar með aukið forystu sína í dag. 15.7.2012 20:30
Fjallkonan átti sér norska systur Árið 2004 fundust leifar ríkulega búinnar konu frá víkingaöld. Fundur hennar er einstakur hér á landi en hún bar á sjötta hundrað perla og annað skart. Nú er kominn í ljós annar sambærilegur fornleifafundur í Noregi og áleitnar spurningar hafa vaknað um hverjar konurnar voru. Svavar Hávarðsson komst að því að heimildarmynd er í smíðum sem varpar ljósi á einstakan fund. 15.7.2012 20:15
Öflugir skýstrókar í Póllandi Að minnsta kosti einn lét lífið og tíu slösuðust þegar öflugir skýstrókar gengu yfir norðvesturhluta Póllands í gær. Yfir hundrað hús eyðilögðust. 15.7.2012 19:24
Drengur skaut óvart föður sinn til bana Þriggja ára drengur í Bandaríkjunum skaut föður sinn til bana eftir að hafa komist í byssu sem var á heimilinu. 15.7.2012 19:17